Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 55
var gaman að skoða myndirnar af norsku nótaveiðiskipunum. Nú ætla ég að leiða ykkur inn á síðu alþjóðasamtaka skipstjóra, stýrimanna og hafnsögumanna á slóðinni www. bridgedeck.com/ Þar kennir margra grasa og er hægt að gerast félagi og fá þá frekari aðgang að síðunni. Vikulega eru gefin út fréttabréf á síðunni sem hægt er að lesa ýmsan fróðleik. Þessi síða er bandarísk og ekki úr vegi fyrir þá sem hyggja á vinnu á þarlendum skipum að ganga í félagið. Myndasiður eru alltaf góð afþreying og það sannast á síðunni http://seapix- online.com/ Margir flokkar skipamynda gerir hverjum kleift að finna sína tegund af skipum til að skoða. Það sem gerir þessa síðu skemmtilega er að myndirnar eru teknar á Nýja Sjálandi og því önnur skip þar að sjá en við eigum að venjast í Evrópu. Mæli eindregið með þessari síðu. Þá er að skella sér i hagnýta síðu og þar er ein mjög álitleg á slóðinni http:// propisnoy.narod.ru/eindex.html sem ber nafnið Hi, seamen!!!. Hér geta nem- endur í sjómannaskólum orðið sér út um handhæga aðstoð við nárnið og forrit að hlaða niður. Þá er þar að finna handbæk- ur sem hverjum sjómanni er nauðsyn að hafa og eiga eins og fjarlægðartöflur um heimshöfin. Það eru heil ósköpin sem þarna er að finna fyrir þá sem eru að leita að hjálpartækjum í tengslum við nám og starf til sjós. Lokasíðan að þessu sinni verður minn- ingarsíða sjómanns frá siglingum sínum á árunum 1952 til 1965 og slóðin er http:// www.free-internet.co.uk/users/ambrose. jones/index-_Ambrose_LOEhtml Hér eru lýsingar á ýmsu sem tíðkaðist á þessum árum sem eflaust ekki nokkur maður væri tilbúinn að sætta sig við. Sem dæmi eru lýsingar á lækningaaðferðum, mat- aræði, tæknilegum þáttum og lýsingar á ýmsum búnaði sem ekki er lengur mikið sjáanlegur um borð í nútíma skipum. Skemmtileg síða með rniklu lesefni en gífurlegum fróðleik. Þá er ekki annað eftir en að segja - Góða skemmtun. Það er ekki alltaj tekið út með sœldinni að stýra stóru og þunglestuðu skipi. „Sæskrímsli“ úthafanna að hlýtur að vera nöturlegt að sigla á gám, sem flýtur í sjónurn. Slíkur gámur mun þó áreiðanlega ekki skilja eftir annað en skrámu á stóru skipi, en fyrir litla báta, fiskiskip og hraðskreiðar lerjur, sem sigla allt að 30- 40 mílur getur ásiglingin orðið örlagarík. Talið er að 2-10 þúsund gámar falli í sjóinn árlega og margir þeirra mara í hálfu kafi í lengri eða skemmri tíma. Hvers vegna fljóta þeir og hve lengi? Það er hægt að reikna flothæfni gám- anna rétt eins og um skip væri að ræða. 20 feta gámur er 38 að rúmmáli og 40 feta gámur 77 m^. Þar eð saltur sjór hefur lítið eitt meiri eðlismassa en vatn, þá þarf 20 feta gámurinn að vega 39 tonn til að sökkva og 40 feta gámurinn 79 tonn. Gámar eru yfirleitt vel þéttir og því fyllast þeir hægt, 20 feta gámurinn er um 57 daga að fyllast af sjó þannig að hann sökkvi og sá 40 feta þarf 183 daga. í reynd tekur það þó ekki alltaf svona lang- an tíma, því gámarnir hnjaskast í sjógangi og fyllast því fyrr. Eyllum 20 feta gám af niðursoðnum tómötum. Dósunum er pakkað í loftþétt plast, 12 eða 24 saman í pakka. Hver pakki inniheldur 21% loft sem svarar lil 790 kg/m^ í 20 feta gámi verða því 30 tonn af vöru og þar við bætist eigin þyngd gáms- ins, 3 tonn. Alls vegur hann því 33 tonn og sekkur því ekki, því til þess vantar hann 6 tonn samkvæmt ofansögðu. Hann kemur því til með að mara í sjónum um nokkurn tima. Sömu sögu má segja af ýmsum varningi, t.d. tæknivörum ýmiss konar, sem er t.d pakkað inn í sérsteyptar frauðplasluntbúðir og í þéttum kössum. Frauðplast tekur nánast ekkert vatn í sig og því eykur það flotmagn gámsins gíf- urlega. Fljótandi gámarnir eyðileggjast þó smám saman, harðir sjóir aflaga þá, þeir rekast á grunn, skekkjast og skaddast og tæmast. Það hefur verið áætlað, að gámur, sem flýtur í hafskorpunni, sökkvi þó ekki fyrr en eflir 3-4 mánuði. Allan þann tíma getur hann búið sjófarendum mikla hættu. Heimild: Sofart, 2005 Sjómannablaðið Víkingur - 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.