Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 54
Sigling um Netið í umsjóit Hilmars Sttorrasonar sailwx.info Livetracker: ship locations Tides and currents Weather observations Atíaby Coogle Remote monitorinq Global reefer monitoring system Refrigerated containers and vessels PQtíÍyms gntf Systems AmpliVox Quick Ships lectems and podiums for groups of 20 to 5000 Yacht Sflilino Crew Wanted Yacht Crew & Sailing Opportunities Join Crewseekers online today! ww* Cra.vteeWí. n«t 200Q Shipg. 14000 Memheí? SnP & Charter cargoes & reqs daily International trading in real time www.ihip-jesrch. som AfP e„r j.c.a's..Se.c r^t.Q.i I Find Learn How Colorado is Sitting on Wore Oil Than the Middle East DailyuVaslth oDm'Oil_R#p Hdgs Statlons Pressure AirTemp Water Temn Winrl Sneed Wlnd Dlr Wave Heiaht Shio POSltii Þá er að snúa sér að tölvunni eina ferð- ina enn. Að þessu sinni var erfitt um val á síðum til að skoða þar sem ég hef ávallt takmarkað pistla mína við 10 heimasíður. Frá siðasta blaði hafa svo margar áhuga- verðar síður flotið í gegnum tölvuna hjá mér að efni væri í tvær greinar þar um. En hættum öllu slóri og förum á fyrstu heimasíðuna. Hún tengist að nokkru leyti íslandi en á slóðinni www.youtube. com/watch?v=LlQHimSklqw&rmode- =related&search= sem er frekar flókin slóð er að finna myndband sem fjallar um að bjarga Radio Caroline. Pessi fræga útvarpsstöð á árum áður yljaði íslensk- um sjómönnum fram eftir nóttum þegar útvarpssendingum rikisútvarpsins lauk á miðnætti og þögnin ein tók við hér- lendis. Merkilegasti þátturinn við þetta myndband er skipið sem útvarpsstöðin var rekin um borð í síðustu árin, Ross Revenge. Skipið var áður síðutogari og var smíðaður fyrir íslenska útgerð 1960 og fékk þá nafnið Freyr. Tvö af þrem- ur systurskipum þess eru enn í notkun hérlendis en það eru Sigurður VE og Víkingur AK. Gaman er að sjá innan úr skipinu og meðal annars er vélsím- inn enn sá upprunalegi. Þegar þið hafið skoðað þetta myndband kemur fjöldi annarra í ljós sem öll fjalla um skipið. Ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða Ross Revenge Restoration en unnið er að því að gera skipið upp. Það verður enginn svikinn af þessum myndböndum og nú er bara að bíða eftir að skipið verði opnað almenningi. Nú þegar sumarið er framundan er kannski eins og út úr hól að ræða um veður og veðurviðvaranir. Ég ætla nú samt að visa ykkur á eina slíka á slóð- inni www.meteoalarm.eu/ en hér getum við séð allar þær veðurviðvaranir sem eru í gangi í Evrópu á rauntíma. Síðan er á íslensku sem og tungumálum Evrópusambandsins. Nú er að skoða hvernig veðurútlitið er á væntanlegum sumardvalarstað ykkar. Fyrir þá sem vilja vita hvar einstök skip eru stödd hverju sinni á heimskringl- unni er tilvalið að fara á www.sailwx. info/ en þar hefur World Meteorological Organization’s sett fram á myndrænan hátt staðsetningu skipa sem senda veð- urskeyti sem berast til þeirra. Þessi síða er algjört konfekt fyrir veðursjúklinga þar sem hægt er að sjá hvernig veðrið er um allan heim, fylgjast með ferlum fellibylja, sjávarhitastigi og lofthitastigi svo eitthvað sé nefnt. Sjón er sannarlega sögu ríkari hvað varðar þessa síðu. Þá skulum við snúa okkur að bísness. Hjá www.clarksons.net/ er að finna mjög áhugaverða síðu að grúska i fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hvað er að gerast á flutningsmörk- uðum, hvaða verðhugmynd- ir eru fyrir ákveðnar stærðir skipa og líka er hægt að versla bækur og diska um skip á síðunni. Að vísu er ekki hægt að fá aðgang að öllum hugsanlegum upplýs- ingum á síðunni nema að kaupa aðgang og þá er hægt að einbeita sér að kjarnamál- um hennar. Til að mynda er hægt að fá upplýsingar um hvaða skip hafa verið seld í brotajárn í hverjum mánuði ársins. Látið hugmyndaílug- ið ráða þegar þið ferðist um þessa síðu. Næsta síða gjörsamlega heillaði mig og hélt mér uppteknum í rétt rúma tvo tíma þannig að gefið ykkur góðan tlma í hana ef áhuga- málin eru gámaskip enda ber síðan heit- ið Containership-Info. Þar er að finna fréttabréf sem er um það nýjasta sem er að gerast í gámaskipum og í fréttabréfinu nýjasta er verið að segja frá því að Sietas er farið að bjóða eldri viðskiptavinum sínum upp á nýja lausn varðandi skipa- týpuna 168 en það er lenging sem þeir hafa hannað í þessa vinsælu skipagerð. Þá er einnig hægt að hlaða niður ýmsu áhugaverðu efni en þar ætla ég sérstak- lega að vekja athygli á lestunarplani fyrir gámaskiparisann Emmu Mærsk. Um er að ræða excel skjal þar sem menn geta æft sig í að lesta og losa þennan risa og fundið út hversu langan hafnartíma þeir þurfa til að lesta gámana. En áður en ég hverf frá þessari síðu er líklegast rétt að gefa upp slóðina. Hún er www.contai- nership-info.net. tc/ Nú förum við til Noregs og skoðum heimasíðu nótaskips sem ber nafnið Vea og er að finna á http://home.online.no/~d- vea/index.cfm Á síðunni gefur að líta ljósmyndir af skipum með þessu nafni en það sem gerir þessa síðu áhugaverða er að þar er að finna ljósmyndir af fjölda norskra nótaveiðiskipa sem eru okkur kunnugleg ásýndar. Má þar meðal annars sjá inynd af M. Ytterstad sem nú hefur fengið nafnið Aðalsteinn Jónsson. Það 54 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.