Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 17
siglir nú undir nafninu Caribe með ferða- menn í stutlar ferðir í Karíbahafinu. Andrea Doria A tímum Rómaveldis litu ítalir á Miðjarðarhafið sem sitt einkahaf og nefndu það „mare nostrum", hafið okkar. Vegna þess að Miðjarðarhafið er inn- haf, urðu þeir ekki þátttakendur í keppni strandríkjanna um sigl- ingar og yfirráð á úthöf- unum. Þegar fram á 20. öldina kom urðu þeir þó þátttakendur í óop- inberri siglingakeppni stórþjóðanna, einkunt á sviði farþegasiglinga. Hæst reis sól þeirra með skipinu Rex (konung- urinn), sem var handhafi „Bláa borðans" árin 1933-1935, en Rex var 50 þúsund tonna skip, nærri 300 metra langt og stærsta skip sent ílalir höfðu smíðað til þessa. Eftir stríðslok, en þá höfðu ítalir misst um helming skipaflota síns, var ákveð- ið að byggja tvö glæsiskip, 30 þúsund tonn að stærð og 213 m. löng með 23 hnúta ganghraða, til að endurheimta stolt ítalska flotans. Þau skyldu bera nöfn- in ANDREA DORIA og CRISTOFORO COLOMBO, nöfn tveggja þekktustu sona Genúu. Andrea Doria var auðvitað byggð í Genúu, í Ansaldo skipasmíðastöðinni í Sestri, úthverfi borgarinnar, og átti þar heimahöfn. Skipið var ekki aðeins hið glæsilegast að ytri gerð, heldur líka fagurlega innrétt- að, prýtt listaverkum og ítölskum íburði. Þar voru m.a málverk og höggmyndir eftir ítölsku snillingana Michaelangelo, Rafael, Titan og marga fleiri, auk risavax- innar styttu af sjálfum Andrea Doria. Því fór afskaplega vel um farþegana, sem gátu verið allt að 1.250 á þrem farrýmum, þessa níu sólarhringa, sem siglingin milli Genúu og New York tók. Andrea Doria, sem sigla átti milli Genúu og New York fór jómfrúrferðina 14. janúar 1953. Það var kvalt með meiri viðhöfn en áður hafði sést. f þessarri fyrstu ferð komu í ljós alvarlegir gallar í stöðugleika skipsins, sem talið var, að ættu rót sína að rekja til þess, að boln- tankar þessu voru nánast tómir. Andrea Doria sökk í 56. ferð sinni til New York, sem átti einnig að vera síðasta ferð Calamai skipstjóra, en hann hafði stýrt skipinu frá upphafi. Siglmgin Andrea Doria lagði í 56. ferð sín frá Genúu til New York þann 17. júlí 1956 og hafði viðkomu á hefðbundnunt stöð- um og tók farþega og póst: Cannes á Rívieraströndinni frönsku, Napóli á Suður-Ítalíu og loks Gíbraltar við mynni Miðjarðarhafsins. Síðan var siglt eftir stórbaugsleið um Azoreyjar og þaðan nánast beint í vestur til Nantucket vitaskipsins, en það var útvörður Bandaríkjanna þeim skipum, er af hafi kornu. Að sumarlagi er þoka Andrea Doría hleypt aj stokkunum íjúní 1951. algeng er nær ströndinni kemur, en þar mætast hlýr sjór að sunnan og kaldur að norðan. Síðdegis þennan örlagaríka dag, 25. júlí, fann Calamai á sér að þoka væri í aðsigi og var sjálfur á stjórnpalli. Þegar skipið nálgaðist þokubelti, var spurning- in sú, hve þykk þokan yrði og hve lengi hún varði. Sigla yrði með gát. Hins vegar var honum mjög í mun, að skipið kærni til hafnar á réttum tírna, öll töf kostaði KHHOWaf n* w Slysstaðurínn. útgerðina peninga og gat valdið farþeg- unum, sem voru 1.134 í þessari ferð, þar af 190 á fyrsta farrými, óþægindum og gremju. Þess vegna var ekki dregið nema lítið úr ferð skipsins, úr 23 í tæpa 22 hnúta. Calamai var einn af reyndustu skipstjórum ílalska flotans, hafði verið rétt fjörulíu ár til sjós og Andrea Doria var 28. skipið, sem hann gegndi yfir- mannsstöðu á, hafði verið skipstjóri frá upphafi. Þetta átti að verða síðasta ferðin hans með skipið, því hann átti nú að taka við systurskipinu, Kristófer Kóluntbus, að þessarri siglingu lokinni. Stockholm hafði farið frá New York fyrr uni daginn og eftir sjö stunda siglingu nálgaðist það Nantucket vitaskipið. Þetta var 103. ferð skipsins yfir Allantshafið. Carstens, þriðji stýrimaður, var við fjórða mann á vakt, en Nordenson, skipstjóri, var ekki langt undan, en hann var við vinnu sína í káetu sinni. Nordensen átti enn lengri sjómannsferil að baki en Calamai. Hann hafði siglt allt frá árinu 1911, í 45 ár, og verið skipsljóri frá árinu 1918 og stýrt öllum skipurn Sænsku- Ameríkulínunnar. Þegar skipin tvö nálguðust Nantucket vitaskipið úr gagnstæðum áttum, án þess að vita hvort af öðru, því ratsjár þess tíma voru harla skammdrægar, sigldi Stockholm í björtu veðri en Andrea Doria var umlukin þoku. Áreksturinn Að kvöldi miðvikudagsins 25. júlí 1956 var Stockholm komið um 130 rnilur frá New York á leið sinni yfir Atlantshafið til Gautaborgar. Carstens, þriðji stýrimað- ur var á vakt. Hann var aðeins 26 ára gamall, en þegar orðinn reyndur stjórn- andi og naut fyllsta trausts yfirmanna sinna. Skipstjórinn, Gunnar Nordenson, var ekki langt undan. Stockholm var eitt minnsta farþegaskipið á Norður- ?»♦ Mf.j ro* wT Atlantshafinu, rúm 12 þúsund tonn og gekk „aðeins" 17 hnúta. Urn klukkan 21.30 nálgaðist Stockholm Nantucket vitaskipið í góðu skyggni. Á andstæðri stefnu var Andrea Doria, sem um hríð hafði siglt í þéttri, dimmri þoku, þar sem skyggnið var urn hálf sjómíla. Á Andrea Doria var Calamai skipstjóri í brúnni, enda var það ófrávíkjanleg regla hans að vera sjálfur við stjórnvölinn er sigll var í þoku. Hann hafði slegið dálítið af hraðanum í öryggisskyni. Allt í einu tók Carstens eftir skipi um Sjómannablaðið Víkingur -17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.