Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 46
Gámaskip framtíðarinnar Gámaskip framtíðar eiga eftir að verða töluvert stærri en það sem myndin sýnir. egar framtíð gámaskipanna er til umræðu, leikur enginn vafi á því, að þau munu verða stærri, burðarmeiri og hrað- skreiðari en þau sem sigla um heimshöfin í dag. Hyundai í Austurlöndum fjær eru risaskipin smíðuð sem á færibandi. Að visu hefur engin skipasmíðastöð gefið út tilkynn- ingu um smíði skipa, sem bera meir en 10.000 gámaeiningar, sem virðist vera stærðarmark, sem erfitt er að yfirstiga. Það skip, sem væntanlega er næst þessu marki er „Parnela", sem byggð var hjá Samsung skipasmiðjunum. Pamela er 337 m. á lengd og ber 9.200 gámaeiningar. Þeir hafa sem sagt ekki stigið skrefið til fulls. Það vill Hyundai, sem er aðal- keppinauturinn, hins vegar gera. Þeir hafa tilkynnt, að þeir séu tilbúnir til að taka við pöntunum á að allt að 13.000 gámaeininga skipi. Hugmyndin er unnin í samvinnu við þýska flokkunarfélagið Germanischer Lloyd og ýmis önnur þar- lend fyrirtæki, sem átt hafa þátt í smíði ófárra stórra gámaskipa. Vélbúnaður Svona stórt skip kallar á ýmsar nýjar hugmyndir um útfærslu vélbúnaðar. Hátt olíuverð gerir það að verkum, að risaskip með eina aðalvél verður afar dýrt í rekstri. Ef einnig er tekið tillit til siglinga- hraðans, sem áætlaður er 25-26 sjómíl- ur/klst, kemur ein aðalvél vart til greina. Auðvitað er mikið rekstraröryggi fólgið í því að hafa vélarnar tvær, ekki bara ef til óhapps kemur, heldur einnig vegna þess, að til eru nú þegar minni vélar, sem eru margreyndar. Því hefur Hyundai á prjónunum tvær 14 strokka vélar. Það er ekki mögulegt, að sögn verksmiðj- anna, að ná 25-26 sjómílna siglingahraða með 14 strokka vél, en þeim hraða nær hins vegar 16 strokka vélin. Hún er hins vegar miklu rúmfrekari með tilliti til þess rýmis, sem má nota fyrir vélbúnaðinn. Annað vandamál þessu tengt er stærð skrúfunnar. Hyundaimenn fullyrða, að hámarksstærðinni sé náð með skrúfu, sem er 9,5 m í þvermál og vegur um 110 tonn. Þar við bætist hætta á skemmdum, þegar svo miklu afli er beint á aðeins einn skrúfuöxul. Tvær yfirbyggingar Hugmyndin er því að aðskilja brú og vélarrúm. Til þess eru íleiri en ein ástæða. Þilfarið, sem verður 382 m. langt, nýtist betur. Þar þarf að koma fyrir allt að 7.210 gámaeiningum, 21 á breiddina og 8 á hæðina. Skipið verður 54,2 m. á breidd og djúpristan 13,5 metrar. Um 6.200 gámaeiningar verða svo neðan þilja, 19 á breiddina og 10 á hæðina. Samkvæmt öllum reglum verður brúin að vera þannig, að skipstjórnarmenn hafi gott útsýni til verka sinna. Þvi verður brúin annað hvort að vera mjög há eða framarlega á skipinu svo hægt sé að sjá fram yfir fremstu gámastæðuna. Væri brú og vélarrúm i sömu einingu framarlega í skipinu yrði skrúfuöxullinn að vera óhóflega langur. Það eykur heldur á burð- argetu skipsins, ef vélarrúm og brú eru aðskilin og minnkar þörfina á botngeym- um fyrir ballest. Auk þess er skipið hannað samkvæmt nýjustu umhverfiskröfum, t.d eru allir eldsneytisgeymar tvöfaldir, sem einnig styrkir skrokkinn. Germainscher Lloyd og Hyundai hafa nú unnið nærfellt tvö ár að hönnun skipsins og prófað módel á alla enda og kanta án þess að pöntun sé enn í sjón- máli. Þeim er greinilega alvara og binda miklar vonir við að fá slíka pöntun innan skamms og hönnunarkostnaðinn greidd- an. Það verður þó líklega ekki alveg á næstunni, því Hyundai er með svo marg- ar pantanir, að það getur ekki snúið sér i alvöru að smíði risaskipsins fyrr en árið 2009. Þar við bætist, að smíðatíminn verður líklega 9-10 mánuðir, en algengur smíðatími raðsmíðaðra skipa er 9- 10 vikur. 46 - Sjómannablaðið Vikingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.