Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 18
Síðari tíma teikning af atburðarásinni. hálfa þriðju mílu undan, eilítið á bak- borða. Hann taldi að það yrði að minnsta kosti míla á milli þeirra þegar þau mætt- ust, en það var sú lágmarksfjarlægð, sem skipstjóri hans hafði ákveðið. Til alls öryggis lét hann sveigja skipið dálítið á stjórnborða. Francini, annar stýrimaður á Andrea Doria, varð Stockholms var um líkt leyti á ratsjánni og lét skipstjóra sinn vita. Þeir töldu enga hættu vera á ferðum og ræddu um á hvort borðið þeir myndu mæta skipinu og ákváðu að beygja örlít- ið á bakborða. Carstens undraðist þessa stefnubreytingu og fyrirskipaði beygju hart í stjór, en hélt óbreyttum hraða. Andrea Doria, sem var nokkuð óstöðug vegna þess hve lítið var eftir í botntönk- unum, var á 22 hnúta hraða og skipin nálguðust hvort annað á mikilli ferð. Carstens undraðist þessa stefnubreytingu, aðkomuskipið stefndi beint á siglingaleið hans og hann fyrirskipaði fulla ferð aftur á bak, en hélt óbreyttri stefnu. Calmai, skipstjóri Andrea Doria, virtist ráðvilltur og beygði skipi sínu enn meira á bak- borða en breytti ekki hraðanum. Árekstur var óumflýjanlegur. Með þessarri siglingastefnu voru skipin dauðadæmd. Stockholm var nánast kyrrt þegar stjórnborðshlið Andrea Doria rakst á það og sterkt stefnið, sérstaklega styrkt til að sigla á eftir ísbrjótum, risti stjórn- Andrea Doria biður örlaga sinna. borðshlið Andreu Doriu eins og hnífur. Andrea Doria hélt áfram fyrst eftir árekst- urinn, en Stockholm hafði stöðvast, stefni þess var stórskemmt. Það varð auðvitað strax ljóst, að Andrea Doria hafði orðið fyrir miklum skemmd- um. Hún hallaðist nær samstundis á stjórnborða, einar 20°, skip, sem átti ekki að geta hallast meira en 15°. Þetta gat aðeins þýtt eitt: Andrea Doria var að sökkva. Calamai skipstjóri fyrirskipaði að vélar skyldu stöðvaðar og björgunarbát- arnir gerðir klárir. Vegna hallans, sem jókst, var ekki hægt að sjósetja björg- unarbátana á bakborðssíð- unni. Sjórinn flæddi inn um 12 metra breiða rifuna á stjórn- borðssiðunni, sem náði yfir sjö af ellefu þiljum skipsins. Skrokk Andrea Doria var skipt í ellefu vatnsþétt hólf samkvæmt gildandi örygg- isreglum og náðu þær að A-þilfari. Því var skipinu engin hætta búin þótt hallinn yrði 15°, en færi hann yfir 20° rynni sjór milli hólfa. Hallinn jókst og varð brátt 25°. Örlögin skipsins voru ráðin, Andrea Doria yrði ekki bjargað. Fljótlega voru send út neyðarskeyti. Eitt fyrsta skipið, sem svaraði var Íle de France, 42.000 tonna franskt glæsiskip. Það hafði nægt rými fyrir fjölda skipbrots- manna. Er það kom á vettvang um kl. tvö eftir mið- nætti, hafði Stockholm þegar tekið á móti mörgum frá Andrea Doria. Síðar komu fleiri á vettvang, bæði skip og þyrlur. Björgunarstarfið gekk vel, enda sjór slétt- ur. Skömmu eftir hálf sex um morguninn fór Calamai frá borði, síðastur allra. Andrea Doria var mannlaus og sökk rétt rúmlega tíu um morguninn og hvílir á um fimmtíu faðma dýpi. Stockholm skemmd- ist mikið, en var sjófært. Áreksturinn hafði sundrað stefni þess og það seig um metra að framan. Skipinu var skip í níu hólf sam- kvæmt ströngustu kröfum og því var ekki nein hætta á ferðum þótt eitthvert hólfanna fylltist af sjó, það þýddi ekki að skipið sykki þólt tvö hólf- anna fylltust. Framhólfin voru minnst og því var hættan ekki svo mikil. Stockholm á leið til hafnar eftir áreksturinn. Eftir að björgunaraðgerðum lauk sigldi Stockholm til New York þar sem gert var við það. Um fimmtíu manns létust við árekst- urinn eða síðar af meiðslum sínum, nær allir á Andrea Doria. 1 þessari sorgarsögu allri eru þó ljósir punktar. Spánverjinn Garcia, háseti á Stockholm, fann til ákafrar sjóveiki og fór úr klefa sínum fremst í skipinu og upp á þiljur rétt í þann mund sem árekst- urinn varð. Hann heyrði stúlkurödd og gekk á hljóðið. Þar var á ferðinni ung telpa í rifnum náttfötum. Hún mælti á spænsku og hann svaraði á sömu tungu. Það kom ekki i ljós fyrr en síðar, að hún hafði verið farþega á Andrea Doria, komin í rúmið, þegar stálplata úr stefni Stockholms reif rúm hennar og hana með sér. Systir hennar, sem svaf í næsta rúmi, fórst. Calamai skipstjóri stýrði ekki skipi framar. Hann bar sorg alla ævi, rétt eins og hann hefði misst sinn eina son. Andlátsorð hans voru: „Er allt í lagi? Eru farþegarnir heilir á húfi?“ Myndir eru flestar af http://www.greatoceanli- ners. net 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.