Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 44
Spilið var undir brúnni. Par var ætíð einn yfirmaður þegar látið varfara eða híft. Ljósmynd Norðurmynd/Ásgrímur Ágústsson gjörðina og var pokinn þá hífður fyrir borð. Á eftir pokanum runnu belgurinn, skverinn og vængirnir. Þá voru aðeins bússið og höfuðlinan eftír um borð. Forgils var næst húkkað í forkvartinn en grœjunni í afturkvartinn og síðan var híft í forgilsinn. Þegar bússið nam við efri brún lunningar hljóp mannskapurinn á það á útrólinu og var þá slakað í gilsinn. Áður en það var bíft út voru róparnir festir í ferhliður á keisnum en fyrst var dreginn á þá slaki í gegnum höfuðlínuna. Bússinu var nú slakað þar til það lagðist í rópana. Þá voru gilsinn og græjan losuð úr því. Nú var allt trollið komið út og hékk nú í rópunum um miðjuna en i gröndurunum til endanna. Með trollið á síðunní. Slökun trollsins í botn gat verið vanda- samt verk á Grænlandsmiðutn einkum vegna óreglulegra strauma. Um það var skipstjórinn og áhöfnin meðvituð. Skipstjórinn kallaði niður: „Látið róp- ana fara.“ Um leið og allt var klárt slak- aði spilmaðurinn í grandarana þar til stoppnálarnar á endunum sátu fastar í sylgjunum í enda bakstroffanna. Við þetta strekktist á gröndurunum, allt trollið hékk í hlerakeðjunum. Þá var híft i grandarana þar til nægur slaki fékkst til að húkka Jlathlekknum í vargakjaftimi og tengja þannig togvírinn við hlerana. Nú var hægt að hífa hlerana upp í topp- rúllurnar, losa keðjuna af þeim og setja dauðaleggina yfir hlerana. Dauðuleggir voru festir með húðreimum og D-lásum ofan á hlerabrúnir til að þeir lentu ekki undir hler- unum á toginu. Nú kallaði skipstjórinn „slaka“ og var þá slakað niður á fyrstu hleramerki. Þá skver- aði skipstjóri trollið og átti skipið þá strik eftir á kast- stefnu. Tveir menn á grindinni stóðu klárir að beila brems- unum, sem voru ein fyrir hvorn togvír. Annar stýrimaður (vaktformaður) stjórnaði spil- aðgerðum. Hliðarstraumur var í sjóinn og þurfti því að halda mikið við. Skipstjórinn kallaði „þrjú hundruð og fimmtíu út“. Þegar þrjú hundruð föðmum var slakað út kallaði stýrimað- ur til skipstjóra „fimmtíu eftir“ og þá sló skipstjóri telegrafinu á hæga ferð. Þá runnu síð- ustu fimmtíu faðmarnir hægt niður. Þá var komið að gils- manni að hífa í messiserinn. Messiserinn (messinn) lá í gegnum fcr- hliðu undir brúnni og í blökk á miðjum keis, síðan í ferhliðu á nróts við togblökk. Pokamaður hafði það hlutverk að taka í blökkina. Þá húkkaði háseti messanum á forvírinn, gaf gilsmanni merki að hífa í sem dró forvírinn í átt að skipinu. Afturvírinn fylgdi með og drógust þeir í átt að togblökkinni. Pokamaður hafði togblökkina opna en lokaði henni þegar hún hafði gripið báða logvírana og gaf stýrimanni merki um að slaka í botn. Vaktformaður fór aftur að Logblökk til að athuga hvort trollið væri klárt. Hann þurfti að athuga hvort skver vceri í vír- unum, og hvort trollið sæti rétt. Hann setti fingurgómana á vírana til að finna hvort fíni titringurinn væri eins og vera bar. Allt var með eðlilegum hætti og skipstjóra því gefið merki um að trollið væri klárt. Þá setti skipstjóri á togferð og togið hófst. Síðan stillti skipstjóri á togklukk- una timann sem byrjað var að toga og vissi þá hvenær tímabært væri að hífa (Ásgeir Jakobsson. 1971), (Guðmundur Halldórsson). Nú var komið að mikilvæg- asta hlutverki skipsljórans að elta fiskinn og koma honum í trollið. Hann togaði eftir botnlagi, dýpi og lóðningum. Dýptarmælirinn var mik- ilvægasta tækið til að finna fiskinn. Pappírinn rann út úr dýptarmælinum með miklum svörtum klessum sem gaf góða von uin mokveiði undir. Skipið togaði á hægum hraða, um 4 sjómílur. Meðan skipstjórinn 44 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.