Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 44
Spilið var undir brúnni. Par var ætíð einn yfirmaður þegar látið varfara eða híft.
Ljósmynd Norðurmynd/Ásgrímur Ágústsson
gjörðina og var pokinn þá hífður fyrir
borð. Á eftir pokanum runnu belgurinn,
skverinn og vængirnir. Þá voru aðeins
bússið og höfuðlinan eftír um borð.
Forgils var næst húkkað í forkvartinn en
grœjunni í afturkvartinn og síðan var híft í
forgilsinn. Þegar bússið nam við efri brún
lunningar hljóp mannskapurinn á það á
útrólinu og var þá slakað í gilsinn. Áður
en það var bíft út voru róparnir festir í
ferhliður á keisnum en fyrst var dreginn á
þá slaki í gegnum höfuðlínuna. Bússinu
var nú slakað þar til það lagðist í rópana.
Þá voru gilsinn og græjan losuð úr því.
Nú var allt trollið komið út og hékk nú í
rópunum um miðjuna en i gröndurunum
til endanna.
Með trollið á síðunní.
Slökun trollsins í botn gat verið vanda-
samt verk á Grænlandsmiðutn einkum
vegna óreglulegra strauma. Um það
var skipstjórinn og áhöfnin meðvituð.
Skipstjórinn kallaði niður: „Látið róp-
ana fara.“ Um leið og allt var klárt slak-
aði spilmaðurinn í grandarana þar til
stoppnálarnar á endunum sátu fastar
í sylgjunum í enda bakstroffanna. Við
þetta strekktist á gröndurunum, allt
trollið hékk í hlerakeðjunum. Þá var híft
i grandarana þar til nægur slaki fékkst
til að húkka Jlathlekknum í vargakjaftimi
og tengja þannig togvírinn við hlerana.
Nú var hægt að hífa hlerana upp í topp-
rúllurnar, losa keðjuna af þeim og setja
dauðaleggina yfir hlerana. Dauðuleggir
voru festir með húðreimum og
D-lásum ofan á hlerabrúnir til
að þeir lentu ekki undir hler-
unum á toginu.
Nú kallaði skipstjórinn
„slaka“ og var þá slakað niður
á fyrstu hleramerki. Þá skver-
aði skipstjóri trollið og átti
skipið þá strik eftir á kast-
stefnu. Tveir menn á grindinni
stóðu klárir að beila brems-
unum, sem voru ein fyrir
hvorn togvír. Annar stýrimaður
(vaktformaður) stjórnaði spil-
aðgerðum. Hliðarstraumur var
í sjóinn og þurfti því að halda
mikið við. Skipstjórinn kallaði
„þrjú hundruð og fimmtíu út“.
Þegar þrjú hundruð föðmum
var slakað út kallaði stýrimað-
ur til skipstjóra „fimmtíu eftir“
og þá sló skipstjóri telegrafinu
á hæga ferð. Þá runnu síð-
ustu fimmtíu faðmarnir hægt
niður. Þá var komið að gils-
manni að hífa í messiserinn.
Messiserinn (messinn) lá í gegnum fcr-
hliðu undir brúnni og í blökk á miðjum
keis, síðan í ferhliðu á nróts við togblökk.
Pokamaður hafði það hlutverk að taka í
blökkina. Þá húkkaði háseti messanum
á forvírinn, gaf gilsmanni merki að hífa
í sem dró forvírinn í átt að skipinu.
Afturvírinn fylgdi með og drógust þeir
í átt að togblökkinni. Pokamaður hafði
togblökkina opna en lokaði henni þegar
hún hafði gripið báða logvírana og gaf
stýrimanni merki um að slaka í botn.
Vaktformaður fór aftur að Logblökk til
að athuga hvort trollið væri klárt. Hann
þurfti að athuga hvort skver vceri í vír-
unum, og hvort trollið sæti rétt. Hann
setti fingurgómana á vírana til að finna
hvort fíni titringurinn væri
eins og vera bar. Allt var með
eðlilegum hætti og skipstjóra
því gefið merki um að trollið
væri klárt. Þá setti skipstjóri á
togferð og togið hófst. Síðan
stillti skipstjóri á togklukk-
una timann sem byrjað var
að toga og vissi þá hvenær
tímabært væri að hífa (Ásgeir
Jakobsson. 1971), (Guðmundur
Halldórsson).
Nú var komið að mikilvæg-
asta hlutverki skipsljórans að
elta fiskinn og koma honum
í trollið. Hann togaði eftir
botnlagi, dýpi og lóðningum.
Dýptarmælirinn var mik-
ilvægasta tækið til að finna
fiskinn. Pappírinn rann út úr
dýptarmælinum með miklum
svörtum klessum sem gaf góða
von uin mokveiði undir. Skipið
togaði á hægum hraða, um 4
sjómílur. Meðan skipstjórinn
44 - Sjómannablaðið Víkingur