Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 29
 JL / i. IUMíAjOHJi IlíW ' 'fV/- jm Prúðbúnir skipverjar á Akurey með fylgijiskum í samkvœmi á 5. áratugnum. setja út hlerann. Þetta á aldrei að gera en svona eru tilviljanirnar. Það skiptir engum togum að hann verður fyrir hler- anum. Hans dagar urðu ekki fleiri. Hann var 22 ára, er hann dó. Þetta var mikið áfall fyrir alla, ekki sízt fyrir föður minn, sem aldrei hafði misst mann fyrr né síðar af slysförum. Hann þurfti að taka sér frí næsta túr, sem vonlegt var. - Dauðaleggur, segi ég. Það hefur kannski einhver feigðarboði verið að fást við hann með þessum hætti? Frændi minn lítur á mig með nokkrum þótta. Finnst ég líklega tala af takmörk- úðu viti. Mér finnst það hafa tekið nokkuð á hann að rifja upp þennan hörmulega atburð. Spyr svo að bragði hvort það þýði eitthvað að tala við mig um botnvörpu og togveiðiskap, sem ég hafi ekki hundsvit á, hafandi aldrei verið til sjós. Ég segi eitthvað á þá leið, að það megi reyna að útskýra fyrir mér hlutverk bobbinga, hlera, dauðaleggs, poka, gálga, koppa, vants, gils, vængja, útsláttarjárns, búss og bómu með sleppikrók og hugtök eins og að slá úr blökkinni, skvera, hnýta fyrir pokann, að kippa lil og snörla inn. Og frændi minn gerir heiðarlega til- faun til að leiða mig í allan sannleika um raunverulegt hlutverk dauðaleggsins og hvernig varpan er tekin út og sett inn og teiknar meira að segja skýringarmynd til glöggvunar af því hvernig varpa og skip Hnna saman. Skýringarmyndin virkar á mig eins og tuynd af nakinni konu að púðra sig eftir Arna Elvar; ekkert nema hárfín strik á allar áttir. Ég er ekki miklu nær. Frændi rninn fer líka nærri um það og segir að bragði: - Helvíti ertu vitlaus! Eg er að þvi kominn að fallast á það enda sé ég mér enga undankomuleið. Þvaðra eitthvað unr það í afsökunartón að ég hafi aldrei séð þessa hluti og þessi hugtök virka saman, en frændi minn hristir bara hausinn og vorkunnsemin skín úr augum hans. - Það verður líklega að fara með þig vestur í Sjóminjasafni svo að þú verð- ir viðræðuhæfur og getir gert eitthvað vitrænt úr þessu hrafnasparki þínu. Mér finnst ég vera að losna úr klípunni svo að ég tek hugmyndinni feginsamlega og við ákveðum að fara á Sjóminjasafnið einhvern daginn til að læra eitthvað vitrænt um þessi efni. Stóðum reyndar við það og upplaukst þá fyrir mér hlut- verk dauðaleggsins við að hífa inn vörp- una eftir að hlerar höfðu verið losaðir frá. Gríp nú tækifærið og fer að tala um aðra hluti. I Sjómannaskólanum - Svo fórstu í Sjómannaskólann. Hvaða fög lærðu menn þar? - Það voru að sjálfsögðu sjómanna- fræði svo sem siglingafræði, siglingaregl- ur og stjörnufræði. Eitthvað í stærðfræði og bókfærslu og svo tungumál, íslenzka, enska og danska. Leikfimi höfðurn við líka en ég var áhugalaus um þá grein og líka heilsufræðina, sem ég nennti alls ekki að lesa. Las þó kaflann um lekanda og sogæðabólgu og var svo heppinn að koma upp í honum á prófi og fékk 8. - Helztu kennarar? - Þorsteinn hét sá sem kenndi okkur siglingafræði, Halldór hét dönskukenn- arinn og Sigurður A. Magnússon rithöf- undur kenndi okkur ensku og íslenzku. Hann sagði skemmtilegar sögur þótt hann hefði aldrei migið í salt vatn nema kannski Miðjarðarhafið austanvert, sem telst varla til hafa. Svo var auðvitað Friðrik Ólafsson skólastjóri, strangur rnaður en réttsýnn. - Skólafélagar? - Þeir voru helztir Siggi Kolbeins, Guðbjörn Jensson (Bubbi) pabbi söngv- arans, en hann söng líka ágætlega, Gunnar Guðmunds og Egill Jón Kristjánsson. Allt ágætis nrenn, þótt lífið hafi orðið sumum ofviða. Júlíus Caesai; Rafn, Tómas Oddson og Nabbi (Hans Hansson) á góðri stund. Sjómannablaðið Víkingur - 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.