Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 3
Nátturufr. — 30. árgangur — 3. hefti — 103.—150. siða — Reykjavik, nóv. 1960 Eyþór Einarsson: Þáttur frá Norðaustur-Grænlandi i. Sumarið 1958 tók ég þátt í dönskum rannsóknarleiðangri til Norðaustur-Grænlands. Leiðangurinn var kostaður af Carlsberg- sjóðnum og hlutverk hans var að rannsaka flóru og gróður og safna jafnframt plöntum í innfjörðum þess mikla flóa, sem heitir Scoresbysund. Þátttakendur í leiðangrinum voru fjórir, tveir dansk- ir grasafræðingar, ég sjálfur, þriðji grasafræðingurinn í hópnum, og svo einn danskur dýrafræðingur, sem fékkst við að rannsaka lægri dýr, hryggleysingja, í öllum þeim mörgu stöðuvötnum, sem eru á þessum slóðum. Það var aðalkennari minn í grasafræði við Hafnarháskóla, Thor- vald Sörensen, prófessor, sem lagði drögin að því, að mér var boðið að taka þátt í þessum merka leiðangri, og það var að miklu leyti velvild þáverandi forstöðumanns Náttúrugripasafns íslands, Finns Guðmundssonar, að þakka, að mér var kleyft að þiggja þetta liöfð- inglega boð, en ég var þá orðinn starfsmaður Náttúrugripasafnsins. Ég vil hér votta þessum tveimur mönnum, ásamt Carlsbergsjóðn- um, þakklæti mitt fyrir þetta. Þar sem leiðangurinn var svona fámennur, vorum við fjónnenn- ingarnir látnir liafa samflot við og að nokkru leyti innlimaðir í leiðangur Lauge Koch’s þetta sumar, og var það gert til hagræðis, öryggis og ekki sízt vegna þess, að allur kostnaður varð lægri við það. Carlsberg borgaði því brúsann en Lauge Koch hafði af okk- ur allan veg og vanda, flugvélar hans fluttu okkur á milli staða, hann sá okkur fyrir mat og drykk og leysti, í fám orðum sagt, öll okkar mörgu vandamál með sérstakri ljúfmensku og prýði og kann ég lionum hlýjustu þakkir fyrir það.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.