Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 47
NÁT TÚ RUFRÆÐIN GURIN N
147
Fullvíst má telja, að öll þessi umbreyting í gilinu og hellinum
hafi orðið í hlákunni miklu í febrúar. Ekki er um að villast, að
þá hefur vatn með aurburði ruðzt inn um hellisopið. Aðeins fyrsta
vatnsgusan kom að hellinum tómum. Hún gat beljað ofan eftir
bröttu hellisgólfinu og borið sand og jafnvel grjót alla leið niður
í botn í innhellinum. Síðan mun Iiellirinn hafa fyllzt af vatni. Það
sýnir sanddyngjan innan við hellismunnann. Hún hlýtur að hafa
myndazt í lygnu vatni. Fnn fremur hefur leðjuskánin á gólfi og
neðanverðum veggjum hellisins eflaust setzt til úr gruggi vatnsins,
sem þar stóð um skeið — enginn veit hve lengi — ef til vil! fáein
dægur eða vikur? Allt mun það hafa sigið niður um aurgólfið innst
og neðst í hellinum, því að annars staðar eru gólf og veggir úr
ósprungnu, þéttu blágrýti.
Allar eru þessar breytingar, sem orðið hafa á Mögugilshelli, held-
ur til lýta, en stærri lýti voru þó af verksummerkjum annarra at-
burða, er þarna hafa orðið bæði í febrúarhlákunni miklu og síðar.
Fyrsta nývirki, sem gat að líta á leið minni inn eftir Mögugili
í haust, var dauður hrútur. Hornaprétður hausinn með holum
augnatóttum reis allhátt upp af miðjum grjótaurnum í gilinu
skammt fyrir neðan hellinn. Annars var hræið hálfkafið í aur og
sandi, sem vatn hafði bersýnilega borið að því, en ekki hafði það
verið dysjað af mannavöldum. Það var lemstrað af grjótruðningi,
en auk þess rifið af vargi og allt annað en geðslegt. Virtist mér
einsætt að dorri hefði farizt þarna í febrúarhlákunni, og fékk síðar
um daginn staðfestingu á því hjá Flallgrími bónda Pálssyni í Fljóts-
dal.
Nýi aurinn í Mögugili er stórgrýttur og því líkari sem hann
Iiafi runnið fram í eins konar aurhlaupi en borizt með vatnsflóði
einu saman. Afdrif hrútsins benda enn fremur til, að hlaupið hafi
komið snögglega og að honum óvörum. Orsök hlaupsins var þó
efalaust úrhelli og leysing — og ef til vill sprungu fram stíflur úr
snjó og klaka ofar í gilinu.
Ofan á hinni nýju sanddyngju innan við op Mögugilshellis lá
dálítill ullarbingur til lítillar prýði. Ullin var slepjuleg og daunill.
Ekki eru mér ljós orsakatengsl milli fráfalls hrútsins og þessarar
ullargeymslu — ef þau eru þá nokkur. En vart mun hrútur sá
hafa farið úr reifi sínu sjálfkrafa á miðþorra, þótt feigur væri, og
vissulega liafa hér verið menn að verki.