Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 44
144 NÁTT Ú RU F RÆÐl NGURINN banda, sem grundvölluð væru í alsambandi, gæti engin ákveðin viðleitni átt sér stað í efninu. Án slíks alsambands gæti meira að segja ekkert efni verið til, því að frumorsök sína hlýtur hvað eina að rekja til sambanda við annað. Það er ekkert til, sem að öllu getur verið sjálfu sér nóg og skal nú víkja að athugunum, sem gera mættu þetta nokkru betur ljóst. II. Merkur náttúrufræðingur hefur sagt mér frá því í bréfi, að hugs- anasamband hafi þannig átt sér stað á milli foreldra hans, að faðir hans hafi getað látið konu sína vita til sín, ef hann var næturlangt burtu án þess að hafa gert ráð fyrir því. Gerði hann þetta á þann hátt, að liann hugsaði til hennar, þegar hann bjóst við að hún væri sofnuð, og barst henni þá vitneskjan um hann í draumi. Og í Morgunblaðinu 8. maí s.l. sá ég í samtali við próf. Níels P. Dungal sagt frá sams konar dæmi. En það var á þá leið, að móður Dungals dreymdi að sonur hennar, sem þá var staddur suður í Þýzkalandi, hefði slasað sig á handlegg, og fréttist síðar, að svo hefði raunveru- lega átt sér stað og á sama tíma og móður hans dreymdi það. — Nú vildi próf. Dungal að vísu ekkert um þetta segja annað en það, að mannsheilinn sé merkilegur og um hann eða starfsemi hans sé lítið sem ekkert vitað. En þó er eitt, sem þarna liggur alveg ljóst fyrir, og það er, að bein geislasambönd hafi átt sér stað frá einum heila til annars, og er það, eins og þegar hefur verið sýnt, ekki neitt einsdæmi um slíkt. Og þegar gætt er að því, að í báðum þessum dæmum verður flutningurinn eða geislunin frá vitund vak- andi manns til sofanda, þá virðist mér ekki ástæðulaust að spyrja, hvort dr. Helgi Pjeturss muni einmitt ekki hafa haft rétt fyrir sér varðandi það, sem hann hélt fram um eðli svefnsins og draumanna og enn annað það, sem út frá því liggur alveg beint við að álykta. Eins og nefnd dæmi sýna, þá er ekki um að villast, að hugsana- flutningur getur átt sér stað, frá vakandi manni til sofandi og ligg- ur þá í augum uppi, að skynjanaflutningur geti á sama hátt átt sér stað öðruvísi en einmitt þannig. Og þegar hugleitt er um svefn- inn, þá ber þar einnig að hinu sama. Sú endurnæring, sem með honum veitist, er í rauninni óskiljanleg án þess að gert sé ráð fyrir, að hún sé sofandanum komin að utan og þá auðvitað einhvers staðar þaðan, sem lífið væri öflugra en það er hér á jörðu. Svefn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.