Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 15
NÁTTÚRUFRÆÐI N GURINN 115 7. mynd. Daugaard-Jensensskriðjökull, sá grænlenzkra skriðjökla, sem mest framleiðir af borgarís, gengur fram i botn Norðvesturfjarðar í Scoresbysundi. Hér sést fremsti hluti jökulsins og á niiðri myndinni lítill hliðarjökull, sem gengur frá meginjöklinum inn í mynni lítils dals til vinstri og stíflar hann, svo í honum hefir myndazt jökullón. Handan skriðjökulsins má sjá jökulkrýnd fjöll og smáskriðjökla, sem ná niður í miðjar fjallahlíðar. sem komu hlaupandi í áttina til okkar, en hættu brátt eftirförinni, þegar þeir sáu, livað við vorum fótfráir. Sennilega hafa þeir verið forvitnir og ekki haft neitt illt í huga, en við þorðum ekki að hætta á það, byssulausir og með skeiðahnífa eina að vopni. Eftir það vorum við mjög varir um okkur og forðuðumst að koma nær moskusuxunum en bráðnauðsynlegt var, en það var stundum allerfitt því hinn sauðsvarti litur þeirra fellur víða nærri því inn í umhverfið. Isbirni sá ég því miður ekki, en í hálfþornaðri leirleðju á vatns- bakka á Maríueyju í Óskars Konungs Firði, sáum við mjög greini- leg og varla nema örfárra mánaða gömul spor eftir ísbjörn. Tveir leiðangursmenn, sent höfðust við í gömlum veiðikofa við ósa

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.