Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 14
114 NÁTTÚRUFRÆÐ1N GU R INN nokkra smáleiðangra, má þar nefna fuglaleiðangur Náttúrugripa- safnsins til Meistaravíkur sumarið 1955. Árið 1948 fundu leiðangursmenn Lauge Koch’s blý í Meistara- vík við Óskars Konungs Fjörð og skömmu síðar á öðrum stað rétt norðan Meistaravíkur. Það var fljótlega farið að vinna blý- ið þarna, reistur smábær, sem í bjuggu um það bil 100 manns sumarið 1958, ruddur flugvöllur á áreyrum niður við sjóinn skammt frá og gerð þar smáhöfn. Má af öllu þessu geta nærri, að tekizt hefir að afla allmikillar og furðu haldgóðrar vitneskju um þetta liáarktíska landsvæði, enda eru engin önnur lönd á svipuðum breicldargráðum eins vel þekkt og rannsökuð og Norðaustur-Grænland. i V. Til skamms tíma var dýralíf fjölskrúðugra á Norðaustur-Græn- landi en víðast hvar annars staðar á sömu breiddargráðum. En á síðastliðnum 60 árum liafa bæði hreindýrið og lieimskautaúlfur- inn horfið þaðan, svo ekki eru eftir nema sauðnautið, eða moskus- uxinn, ísbjörninn, refurinn og snæhérinn af stærri landspendýrum. Auk þeírra er sum árin mikil mergð læmingja og eitthvað af hreysi- kötturn. Við sáum allmarga seli og af livölum nokkra náhveli og mjalda. Töluvert er af fuglum á þessum slóðum og þá aðallega sund- fuglum og svo rjúpurn og snjótittlingum. Sjávarfiska sáum við enga en örfáar bleikjur í stöðuvötnum. Af þeim dýrum, sem ég sá, fannst mér mest til um moskusuxann, þetta sterklega og luralega dýr norðursins. Fullvaxinn moskustarf- ur er á stærð við veturgamalt naut, líklega hærri á herðakambinn og lægri um lendarnar, en liann sýnist miklu þreknari vegna ullar- innar, sem er mikil og síð, og haussins, sem er mjög breiður yfir ennið og með krókbeygðum, mjög niðurbreiðum hornum. Moskus- uxarnir lifa saman í smáhópum á sumrin en stærri flokkum á vetrum. Gamlir tarfar fara þó oft einlörum, eða eru jafnvel 2—3 saman, og geta stundum verið illir og tekið upp á því að áreita menn, þó moskusuxinn sé annars talinn mjög friðsöm og, að því er sagt er, mjög heimsk skepna. í eitt skifti urðum við, ég og félagi minn, að taka til fótanna og forða okkur undan nokkrum uxum,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.