Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 20
120
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
10 mynd. Fagur dalur við Norðausturfjörð í Scoresbysundi. Fremst á myndinni
'Cassiope tetragona-lyng, nær vatninu votlendi, vaxið störum, fífum og inosum.
lega syðst á arktíska svæðinu og rétt sunnan þess, sumar þeirra þar
að auki í fjalllendum enn sunnar og, eins og í arktíska hópnum,
kunna sumar bezt við sig í meginlandsloftslagi, aðrar í úthafslofts-
lagi.
í fjórða hópnum eru svo tegundir, sem vaxa aðallega á hinu
svonefnda bóreala, eða kaldtempraða, svæði, þ. e. svæðinu næst
sunnan við lágarktíska svæðið, en ná sums staðar alllangt norður
-eftir arktíska svæðinu og jafnvel norður á háarktíska svæðið.
Engin af liinum háarktísku tegundum liefir fundizt á Islandi,
<en fjölmargar af tegundum hinna hópanna vaxa hér, þó vantar
hér svo til allar meginlandstegundir þeirra.
Nokkrar tegundir vaxa hvergi, nema á Norðaustur-Grænlandi.
Einna merkust þeirra er steinbrjótstegundin Saxifraga nathorstii