Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
111
5. mynd. í Rjúpuíirði inni í Scoresbysundi. Þar íórum við um á þessum vél-
báti, sem sést hér við hliðina á einum hinna óteljandi borgarísjaka, sem alls
staðar voru 11 fjörðunum. Annars var eingöngu farið á milli aðsetursstaða
í flugvéltim.
aldar, sem lyftust upp, lögðust í ótal fellingar og mynduðu fell-
ingafjöll um miðbik fornaldar; sandsteinslög með steinrunnum
leifum einhverra elztu f’roskdýra og fleiri lög frá seinni hluta forn-
aldar; sjávarlög með fjölda steingervinga frá miðöld jarðar; basalt-
lög, og inn á milli þeirra leirsteinslög með plöntusteingervingum,
frá fyrri hluta tertiertímabilsins á nýju öld, mynduð við eldgos um
svipað leiti og blágrýtið íslenzka á Austfjörðum og Vestfjörðum;
jökulurðir, jökulleir og fleiri merki um útbreiðslu jökla hinnar
kvarteru ísaldar.
IV.
Hinir svokölluðu forn-eskimóar munu hafa komið til Norð-
austur-Grænlands á ferðum sínum frá kanadisku ísliafseyjunum
austur eftir Norður-Grænlandi fyrir nokkrum þúsundum ára. Þetta