Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 109 4. mynd. Flogið yfir hin tignarlegu fjöll, Stauningsalpá. A ntiðri myndinni geysimikill skriðjökull og á honum sjást margar jökulurðir. Myndin tekin gegn- um glugga á flugvél um hánótt. bukta, en á Tobinhöfða rúmlega fjórum sinnum meiri, eða 317 mm. Urkoman í Myggbukta er þó talin óeðlilega lítil vegna sér- stakra staðhátta þar, en í Danmarkshavn á ca. 76° 50' n. br. er árs- úrkoman 146 nrm. Einnig er úrkoman inni í fjörðunum áreiðan- lega miklu minni en úti við ströndina, þó ekki hafi verið gerðar neinar úrkomumælingar að gagni inni í fjörðum. Ég spurði nokkra leiðangursmenn, sem dvalið lrafa mörg sumur á þessum slóðum, hvað Jreir álitu um úrkomuna í innfjörðunum og þeir fullyrtu, að hún væri mjög lítil, áreiðanlega innan við 100 mm á ári, enda ber allt þess greinilegan svip þar, að þurrkar eru miklir. Sérstak- lega mun sumarúrkoman vera lítil, eða svo til engin. Þessar sjö- vikur, sem ég dvaldi á Norðaustur-Grænlandi, ýrði svolítið úr lofti einn dag og tvær nætur, en þó ekki meira en það, að ég blotnaði ekki í gegnum anorak, sem ég var í. Til samanburðar má geta Jtess, að meðalársúrkoma í Reykjavík

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.