Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 49
NÁTTTJRUF R ÆÐINGURIN N 149 öllu lækjarvatninu nema í mestu vatnavöxtum. Þá mundi aurinn, sem annars berst ofan gilið, hlaðast upp ofan við garðana. Þar kæmi, að slétt yrði fram af hverjum garði, og yrði því sífellt að hækka þá eða hlaða nýja. Þessi aðferð til að hefta aurburð fjalla- lækja er gamalkunn víða erlendis, t. d. í Alpafjöllum, og virðist þar en notuð öðrum fremur. Að endingu vildi ég beina framanskráðum ábendingum sérstak- lega til Náttúruverndarráðs. SIR VIVIAN FUCHS og SIR EDMUND HILI.ARY: Hjarn og heiðmyrkur. Guðmundur Arnlaugsson íslenzkaði. Útg. Skuggsjá, Reykjavík 1959. Bók þessi kom út á ensku og mörgum fleiri tungum árið 1958. Hún segir Irá ferðalagi höfundanna og félaga þeirra þvert yfir Suðurskautslandið í nóv.- jan. 1957/58 — og aðdraganda leiðangursins. Suðurskautslandið er, sem flestir vita, stórt meginland á suðurhveli jarðar, og er sjálft suðurskautið nálægt miðbiki þess. Á landi þessu er isöld í almætti sínu. Fjallgarðar eru grafnir í 2000—3000 metra þykka jökulbreiðu, og standa aðeins nokkrir tindar og fjallakambar upp úr, einkum í grennd við strend- urnar, en þær eru víðast snarbrattar og girtar háum klakahömrum. Stórir flóar skerast inn í landið á nokkrum stöðum, en þeir eru fylltir flötum skrið- jöklum, sem ganga á sæinn út og enda í þverhníptri skör, 10—30 m hárri. Það er því ekki auðvelt að lenda skipum á Suðurskautslandinu, enda hafa sjó- menn endur fyrir löngu gefið jökulskörinni sérstakt heiti, barrier, sem þýðir hindrun eða slæmur þröskuldur. Á stöku stað er skörin svo lág, að unnt er að leggja skipum að henni sem hafnargarði. Margir hafa hætt lífi sínu til þess að rannsaka þetta furðulega vetrarríki og leitað sér frægðar með því að stíga fyrstir fæti á sjálft suðurskaut jarðar. Hlutskarpastur í þeirri sókn varð Roald Amundsen, er komst þangað 14. des. 1911. Hann notaði hunda til að draga sleða sína. Englendingurinn Robert Scott kom á suðurskautið 18. jan. 1912, rúmum mánuði síðar en Amundsen, en fórst á heimleiðinni. Þeir Scott og félagar hans beittu sjálfum sér fyrir sleðana. Svo liðu mörg ár, án þess að nokkur kæmi á suðurskautið, en 31. okt. 1956 lenti þar bandarískur aðmíráll, Dufek að nafni, á flugvél. Næstur kom þangað sir Edmund Hillary, 4. jan. 1958, og hafði farið í slóð Scotts frá Ross- flóa. Loks kom Sir Vivian Fuchs þangað 19. jan. 1958 og hélt förinni áfram þvert yfir Suðurskautslandið til Rossflóa. Þangað kom hann 2. marz 1958 og hafði þá farið 3500 km leið yfir jökulinn á 98 dögum, eða röska 35 km á dag að meðaltali. Þeir Fuchs og Hillary notuðu snjóbíla sem farartæki og höfðu flugvélar til aðstoðar. Farartækin reyndust vel, en jökulsprungur voru þeim hættulegar og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.