Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 Þorsteinn Jónsson d Úlfsstöðnm: Tvenns konar undirstaða i. „Lífið er ekkert nema sérstök mynd á hreyfingu efnisins“, segir í niðurlagi nýútkominnar bókar, sem heitir Uppruni lífsins, og er þar um að ræða samskonar skilning eða niðurstöðu, sem komið hefur fram fyrir löngu. Þannig talaði dr. Helgi Pjeturss um það fyrir a. m. k. 40 árum, að lífið sé þáttur í sköpun heimsins, árang- ur af viðleitni til að fullkomna el'nið, og í bókarkorni, sem út kom fyrir 20 árum, kemst ég svo að orði, að líf einstaklingsins eða sál, sé aðeins ákveðin niðurskipan kvikra efniseinda. En þó að í bók þessari, Uppruni lífsins, sem íslenzkuð er af Ornólfi Tliorla- ciusi, en er eftir rússneskan líffræðing, A. I. Oparin, hafi ver- ið komizt að því, sem ég tel aðalatriði líffræðilegs skilnings, þá er þar mikils vant livað skilninginn snertir á uppruna lífsins á hverjum stað. Það er að vísu ekki um það að villast, sem haldið er þarna fram, að lífið hlýtur á hverjum stað að vera vaxið upp úr hinni líflausu náttúru, og þykir mér sérstaklega nrikilsverður sá fróðleikur, að nokkurn vísi til lífefna skuli hvarvetna vera að finna í yfirborði annarra hnatta og það jafnvel í geimryki því, sem enn hefur ekki einu sinni náð því að verða efniviður sólna og pláneta. Auðvitað hlýtur hafningin til lífs á hverjum stað að hafa orðið fyrir ákveðna þróun efna og efnasambanda, og er mikil ástæða til að ætla, að það hafi einmitt gerzt eitthvað á þá leið, sem segir í bók þessari. En hitt er þó ekki síður svo sem hlýtur að vera, að þetta ástand efnisins, sem lífið er, getur á engum stað hafa orðið eingöngu af sjálfu sér. Án sambands við það, sem orðið var líf eða lifandi, er lifnunin á hverjum stað ámóta óhugsanleg og það er óhugsanlegt, að nokkur hreyfing ætti sér stað meðal stjarnanna án þess allsherjar heimsmagns, sem nefnt er aðdráttarafl. Samband hlutanna er alveg eins mikil tilverunauðsyn og hlutirnir sjálfir — og er það samkvæmt því, sem heimspekingurinn A. N. Whitehead lieldur fram — og ætti það því að geta verið alveg ljóst, að án sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.