Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 12
112
NÁTTÚ R U F RÆÐ IN G U RI N N
hafa rannsóknir seinni ára leitt í Ijós, en annars er vitneskja
manna um þetta fólk mjög í molum, t. d. er alls ekki ljóst, hversu
langt það hefur farið suður með austurströndinni.
Miklu seinna, eða um 1400 e. K., taka aðrir eskimóar að flytjast
að sunnan norður með austurströndinni. Ekki er vitað með neinni
vissu, hvað sú byggð hefir náð langt norður, en sennilega hefir
hún ekki náð öllu lengra en norður á Scorebysundssvæðið, þó
mun liafa verið einhver byggð á Ellueyjarsvæðinu. Þessi byggð
hefur verið hvað mest og blómlegust á 16. öld, en síðan fór lofts-
lagið kólnandi og hún lagðist að mestu niður. Enskur leiðangur
rakst þó á nokkra eskimóa á Clavering-eyju milli 74° og 75° n. br.
árið 1822, síðan fara engar sögur af byggðinni þarna norðurfrá. En
nokkru sunnar á austurströndinni, í Angmagssalik á svipaðri
breiddargráðu og Akureyri, hefir haldizt byggð fram á þennan
dag.
Árið 1927 lét danska stjórnin reisa byggð á Norðaustur-Græn-
landi að nýju með því að flytja nokkur hundruð Grænlend-
inga frá Angmagssalik norður í mynni Scoresbysunds og reisa
þar smáþorp í dálítilli vík vestan undir Tobinhöfða, var þorpið
nefnt Scoresbysund. Þar að auki hefir myndast smábyggð á síð-
ustu árurn á Syd Kap, Suðurhöfða, vestan Norðausturfjarðar inni
í Scoresbysund-flóanum.
Eins og getið er hér að framan, kom enskur rannsóknarleiðang-
ur til Norðaustur-Grænlands árið 1822 og er það fyrsti leiðangur-
inn þangað, sem sögur fara af. Árið eftir var annar enskur leið-
angur á ferðinni á þessum slóðum. Báðir þessir leiðangrar komu
á ýmsa staði á ströndinni og voru sumir þeirra skírðir í höfuð
leiðangursstjóranna, t. d. Scoresbysund, Sabineeyja og Clavering-
eyja; aftur á móti fóru þeir ekki inn í firðina.
Árin 1869—70 var þýzkur leiðangur sendur til Norðaustur-Græn-
lands; m. a. safnaði hann miklu af plöntum og flutti heim með
sér til rannsókna. Leiðangurinn hafði vetursetu á Sabineeyju og
gerði merkar rannsóknir á ísa- og snjóalögum og vetrarloftslagi
þarna norðurfrá, þær fyrstu á þessum slóðum.
Milli 1890 og 1900 heimsóttu tveir danskir og einn sænskur
leiðangur Norðaustur-Grænland og drjúgum bættist við þekkingu
manna á náttúru þessa norðlæga lands. Á fyrsta fjórðungi 20. aldar-
innar var þessum rannsóknum haldið áfram, allmargir leiðangrar