Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 6
106 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ir lirðir eða sund, sem ná saman innst í flóanum og út úr hvorum þessara höfuðfjarða liggja margir hliðarfirðir; nyrðri fjörðurinn heitir Fjörður Franz Jósefs Keisara og sá syðri Fjörður Óskars Kon- ungs, en innst í honum er Ellu-eyja á 72° 50' n. br. og 25° v. 1. Það sem einkum einkennir þessi syðstu svæði Norðaustur-Græn- lands eru jressir feiknalöngu, þröngu og djúpu firðir, sem sker- ast hér langt inn í landið og sumir eru réttnefndari sund en firðir. Lengstur þeirra er Norðvesturfjörður inn úr Scoresbysundi, um það bil 325 km, stytzta loftlína frá fjarðarbotninum og út að ströndinni er Jdó nærri 100 km styttri. Bein loftlína frá suðvestur- enda Faxavatns á (iæsalandi við botn syðstu fjarðanna inn úr Scoresbysundi og út að Brewsterhöfða er um 260 km. Frá liöfn- inni á vestanverðri Ellu-eyju og út í mynni Fjarðar Óskars Kon- ungs eru um 130 km. Til samanburðar við jressar vegalengdir má geta þess, að Eyja- fjörður, frá Gjögurtá að ósum Eyjafjarðarár, er um 80 km á lengd. Þessir firðir Norðaustur-Grænlands eru að sama skapi djúpir og þeir eru langir og margir þeirra miklu dýpri þegar innar dreg- ur í þá en út við mynni þeirra; skriðjöklar hafa ekizt niður í þá og víða sorfið hyldjúpar skálar í botn þeirra; rnest dýpi hefir verið mælt inni í Norðvesturfirði, 1507 m. Landið umhverfis fjarðarbotnana er rösklega tvö þúsund metra há háslétta og víða er snarbratt, sums staðar nærri lóðrétt hengi- flug, ofan af ]>essari hásléttu niður í firðina. Hásléttan er hulin jökli, sem vxða nær dálítið út eftir hinum hálendu nesjum og skögum milli fjarðanna, en inn til landsins sameinast hann megin- jökulbreiðunni, sem er nokkru liærri og einmitt hæst og jrykkust beint vestur af Scoresbysundssvæðinu og nær þar um 3100 m liæð. Víðast livar lækkar landið lieldur út að ströndinni, þó sums staðar séu undantekningar lrá jxví, t. d. Stauningsalparnir, sem eru gríð- arstór fjallaklasi við sunnanverðan Fjörð Óskars Konungs, nokk- urn veginn miðju vegar milli Ellueyjar og fjarðarkjaftsins, einhver stærsti fjallaklasi á öllu Grænlandi, en þar ná hæstu tindarnir lið- lega þrjú þúsund metra hæð yfir sjávarmál. Nærri allt Norðaustur-Grænland er Jxannig eitt samfellt hálendi. I.áglend svæði eru fá og þá flest smáspildur í dölum meðfram ám eða framundan mynni dala í ljaiðarbotnum, og á stöku stað enda fjallgarðar, sem skilja á milli fjarða, í láglendum nesjum. Sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.