Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 23
NÁTT ÚRUF RÆi) INGURINN
123
12. mynd. Basaltfjall á Landfræðifélagseyju.
nægilega rakur, og sé liann einnig nógu frjór vex á slíkum stöð-
um bið grózkulegasta jurtastóð. Þetta gróðurlendi, sem er allút-
breitt, bæði inni í fjörðunum og úti við ströndina, er þó býsna
breytilegt og fer það mest eftir því, hversu frjór jarðvegurinn er
og hve þykkt snjólagið er. Sé snjólagið í þynnra lagi bráðnar það
snemma á vorin og rakinn í jarðveginum endist ekki út sumarið,
í þessum þurru jurtastóðum eru eftirfarandi tegundir algengastar;
Arnica alpina (L.) Olin coll., skrautleg plöntutegund með stóra,
gula körfu; Campanula uniflora I,. fjallabláklukka; Erigeron erio-
cephalus J. Valil, jöklakobbi; Poa glauca Vahl, blásveifgras; Cer-
astium alpinum L., músareyra og fleiri. Sé snjólagið nægilega
þykkt til þess að rakinn endist í jarðveginum út sumarið er jurta-
stóðið enn grózkulegra og gróðurinn oft samfelldur. Algengustu
tegundir eru: Taraxacum arcticum (Trautv.) Dahlst. og fleiri