Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 13
NÁTT Ú R U F RÆÐIN G URIN N 113 fi. mynd. Hnéhátt grávíðikjarr í skjólsælum smádal í Rjúpufirði. voru sendir þangað og voru ílestir þeirra danskir, þó var einn sænskur og annar belgiskur. Árið 1927 verða þáttaskil í sögu náttúrurannsókna á Norðaustur- Grænlandi, en það ár liófust rannsóknir Lauge Kocli’s þar. Á hverju sumri, og suma veturna líka, á árunum 1926—1958, þó að frá- dregnum styrjaldarárunum, hafa fleiri eða færri vísindamenn unn- ið að rannsóknum á Norðaustur-Grænlandi undir stjórn Lauge Koch’s og aflað meirihlutans af þeirri þekkingu, sem menn hafa nú á þessu norðlæga landi. Þó Danir hafi kostað þessar rannsókn- ir hafa vísindamenn af ýmsum þjóðernum tekið þátt í þeirn, aðal- lega Norðurlandabúar, Svisslendingar, Bretar og Þjóðverjar. Á ár- unum kringum 1930, þegar Danir og Norðmenn deildu um rétt- indin til yfirráða á Norðaustur-Grænlandi, sendu Norðmenn líka nokkra rannsóknaleiðangra þangað, og þeir liafa fram á síðustu ár haft þar nokkrar bækistöðvar til veiða og rekið veðurathugunar- stöð í Myggbukta, en munu hættir því nú. Aðrar þjóðir hafa sent

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.