Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 32
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN undanna er axstöngin, upp við axið, sem er þéttvaxinn stuttum liár- um á E. mollis, en yfirleitt nakin á E. arenarius, þótt nokkur hár sjáist oft á hnúðnum næst axinu. Þó eru til undantekningar frá þessari reglu. Annað einkenni, sem notað er erlendis, er fjöldi blóma í hverju smáaxi. Venjulega eru frá 3—4 blóm í hverju smá- axi E. arenarius, en frá 5—7 í E. mollis. Þó hafa sézt 7-blóma smá- öx hjá E. arenarius. Axagnir E. arenarius eru yfirleitt taldar stinn- ar með 1—3 taugar, en aftur á móti eru axagnir E. mollis þunnar og sveigjanlegar, venjulega búnar 3—5 (og allt upp í 1—7) taugurn. Undantekningar eru alltof algengar á þessari reglu. Þá er ax hinn- ar amerísku tegundar yfirleitt talið hærðara en ax evrópska mels- ins, en lítið samkomulag virðist vera um það atriði. Einnig er talað um, að þykkt lag af vaxi á sólarborði blaðanna geri útlit evrópska melsins gráleitt, en hið þunna vaxlag ameríska melsins breyti litlu um eðlilegan grænan lit plöntunnar. Hér á landi er þetta einkenni melsins mjög breytilegt og allsendis óöruggt til að- greiningar. Aftur á móti fannst í nýafstöðnum rannsóknum á ís- lenzku melgresi (höf., 1960) annað einkenni, sem oftast má telja öruggt. Ávali hluti blómskipunarleggjarins (rachis), sem næst er smáöxunum er hjá E. mollis vaxinn þéttum hárum, en er nakinn á E. arenarius, nema hvað hvassar brúnir leggjarins skarta stundum einstökum löngum hárum eða broddum. Frumufræðilega séð er mikill munur á þessum tveim tegundum, eins og áður er skýrt frá, og virðast engar undantekningar vera á þeirri reglu. Þriðji höfuðmunur tegundanna er útbreiðsla þeirra um norður- hvel jarðar. Elymus arenarius er algengur á sendnum ströndum Evrópu, frá Lapplandi og norð-vestur Rússlandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Balkanlöndunum, Danmörku og Þýzkalandi til Frakk- lands og Mið-Evrópu. Auk þess er E. arenarius algengur á Bretlands- eyjum, Færeyjum og svo hér á íslandi. Elymus arenarius hefur auk þess fundizt á Grænlandi og nokkrum stöðum á meginlandi Norður-Ameríku, en þar er jurtin sjaldgæf og talin vera innflutt. Elymus mollis á hinn bóginn er algengt gras á Grænlandi og um þvera og endilanga Norður-Ameríku, um mest-allt Kanadíska heim- skautasvæðið, Alaska og suður til Californíu. Auk þess finnst það á ströndum Berings-sundsins, á Kamchatka og í Japan. Með því að finna Elymus mollis á íslandi hafði dr. Áskell Löve

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.