Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 28
128 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN á skófirnar; en þær kunna einmitt sérlega vel við sig þar, sem mikið af köfnunarefni er fyrir hendi. Ætti ég að gera grein fyrir því í sem stytztu máli, hvað mér hafi þótt eftirtektarverðast, eða hvað Jiafi komið mér mest á óvart í flóru og gróðurfari Norðaustur-Grænlands, þá þyrfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég myndi ekki nefna allar þær mörgu plöntu- tegundir, sem þar vaxa, sumar háarktískar, aðrar amerískar, og ég hafði ekki séð áður nema í söfnum. Ég myndi heldur ekki minnast á eyðimerkurgróðurinn eða steppugróðurinn í innfjörðunum, sem vöktu þó óskipta athygli mína. Það, sem mér fannst markverðast, ekki sízt, ef borið er saman við það, sem gerist á íslandi, var það, hve hátt upp fjöllin í inn- fjörðunum voru gróin. Það er að vísu hvergi um samfelldan gróð- ur að ræða frá láglendi og upp á fjallabrúnir, en það sjást ltýsna víða blettir með hinum blómlegasta gróðri í 1200—1300 m liæð yfir sjávarmál. Sé haft í huga, að þetta eru staðir norður á 72° n. br. og jafnvel enn norðar, þ. e. a. s. minnst 7 breiddargráðum norðar en ísland, og að ltér á landi sést ekkert þessu líkt í þessari Iiæð, þá fer maður ótijákvæmilega að velta því fyrir sér, hvernig standi á þessu. Það, sem þarna gerir baggamuninn, getur naumast verið annað en hið typiska meginlandsloftslag Norðaustur-Grænlands, sem er að ýmsu leyti, þó kalt sé, liagstæðara plöntum og gróðri en liið síbreyti- lega og umhleypingasama úthafsloftslag hér á landi. Eftir að liafa séð, hvemig liáttar til á Norðaustur-Grænlandi, er ég sannfærðari um það en nokkru sinni fyrr, að allverulegur hluti hinnar íslenzku háplöntuflóru gæti hafa lifað hér á landi síðasta kuldaskeið jökultímans eða jafnvel fleiri af kuldaskeiðum hans. HEIMILDARRIT Böcher, Tyge W., Holmen, Kjeld, Jakobsen, Knud 1957. Grönlands Flora. Köbenhavn. — 1959. A Synoptical Study oí the Greenland Flora. Meddelelser om Grönland. Bd. 163, Nr. 1. Köbenhavn. Eyþórsson, Jón 1950. Hitafarsbreytingar á íslandi. Náttúrufræðingurinn, 20: 67—85. Reykjavík. — 1955. Veðurfræðl. Ágrip. Reykjavík. Koch, Lauge 1957. Lýsing á Norðaustur-Grænlandi í bókinni „Arctic Riviera" eftir Ernst Hofer. Berne.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.