Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 107 3. mvnd. Frá Maríueyju í Óskarskonungslirði. í gróðrinum meðfram vatninu bar mest á ýmsum starategundum. Handan vatnsins er klettaás úr kalksteini frá forntild jarðar. Aðeins lægðir og dældir utan í ásnum eru klæddar gróðri, að. öðru lcyti cr hann ógróinn vegna vatnsskorts. felldast er láglendið á Jamesonlandi, utantil á skaganum milli Scorebysunds og Fjarðar Óskars Konungs. Á Norðaustur-Grænlandi er mesti aragrúi af skriðjöklum, hver smáfjörður, að heita má, liefir sinn sérstaka skriðjökul og sumir þeirra marga. Vegna þess, hve landslagið er fjöllótt og víða bratt ofan í firðina eru flestir þessir skriðjöklar stuttir og brattir og ná sumir ekki nema niður í miðjar hlíðar. Þó ganga allvíða stórir skriðjöklar alveg í sjó fram inn í fjarðarbotnum, þeir skriðjöklar eru allt annað en staðir sumir hverjir, og svo brotnar sífellt framan af þeim jafnóðum og sporðar þeirra mjakast það langt fram í sjóinn, að þeir fljóta upp. Þannig myndast borgarísinn og eru sumir firðirnir á Norðaustur-Grænlandi hálffullir af honum allt sumarið. Mestur er borgarísinn á Scoresbysundi, en megnið af þeim ís kemur innan úr Norðvesturfirði og er framleitt af

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.