Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 45
NÁTTÚRUl-RÆÐINGURINN 145 livíldin eins og líka draumarnir gefur þannig fullgilda ástæðu til að ætla, að lifað sé hér af sambandi við lifendur á öðrum hnöttum og verður þá einnig sama ástæðan til að ætla, að hafning efnisins til lífs Iiafi líka orðið hér fyrir slíkt samband. III. Það er ljarri mér að vilja vanmeta þá skilningsundirstöðu, sem lífefnafræðin er, því auðvitað er hún ekki minna en að vera ómiss- andi. En fengjust fræðimenn til að gefa gætur einnig að því, sem vikið var að hér á undan, kenningunni um heimssamband lífsins, þá mundu þeir fara að sjá fram á, að ekki er hún síður ómissandi undirstaða. Og ef að er gætt, þá er hér ekki um neinar andstæður að ræða, eins og sumir kynnu að halda, heldur nokkuð það, sem bætir hvað annað upp og jafn raunvísindalegt er í sjálfu sér. Eg efast ekki um, að 1 ífefnafræðin rnuni í framtíðinni geta fært mönn- um hina furðulegustu möguleika til aukins og bætts lífs, svo sem hún þegar hefur gert í ýmsum greinum. En þó hygg ég að skilning- urinn á lífssambandinu muni þar enn betur koma til greina. Og þegar menn hafa áttað sig þar, þá mun þeim ekki framar koma til hugar slík fjarstæða og það er, að liin lífvana jarðefni hafi af einum saman eigin rammleik getað hafizt til lífs. Lífið getur að vísu ekki átt sér stað án ákveðinna efnasambanda. Það getur ekki verið án þess að vera ákveðin niðurskipan kvikra efniseinda, ekki án jress að vera ákveðin mynd á hreyfingu efnis. En þessar niður- skipuðu efniseindir eða kraftform, sem hver einstakur lifandi er, geta þó ekki verið lifandi án þess allsherjar sambands, sem lífinu einu heyrir til. Lífið, eða hinn lifandi einstaklingur, er að visu ekkert annað en hluti þeirrar jarðar, sem hann byggir eða hevrir til, og er hið mikilsverðasta að gera sér það ljóst. En lifnunin er hins vegar falin í því, að við þá samskipan efnisins, sem lífinu hentar, verður liafning til annars og miklu fullkomnara sambands en nokkurs, sem þekkt er í hinni líflausu náttúru. Þar sem lifnun- in hefur tekizt — og hún tekst hvergi án áhrifa frá lífi eða lifend- um — þar hafa fjarlægðirnar verið sigraðar á miklu fullkomnari hátt en orðið getur í hinu líflausa efni. Með lifnuninni á sér stað hafning til kraftveldis, sem er a. m. k. þeim mun altækara, sem Vetrarbrautin er stærri en jarðarhnötturinn.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.