Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 18
118 NÁTT Ú R UFRÆÐ I N G U R J N N Mergðin af því er óskapleg og það er bókstallega alls staðar og ekki nokkur friður fyrir því, alls konar olíur, sem við bárum á okkur, dugðu ekki nerna rétt í svip. Það eina, sem lireif, var þétt flugnanet yfir Iiöfuðið, hitt gerði svo minna til þó öklar, handarbök og úln- liðir væru útbitnir og stokkbólgnir. Sem betur fór stóð plágan ekki nema um það bil þrjár vikur, því strax í ágústbyrjun fóru að koma næturfrost og þá hrundi vargurinn unnvörpum og hvarf á nokkrum dögum og hefi ég sjaldan orðið fegnari á ævinni. VI. Á Norðaustur-Grænlandi hafa fundizt yfir tvö hundruð tegund- ir æðri plantna og eru flestar þeirra mjög harðgerðar. Þar sem þessi landshluti er mjög langur frá suðri til norðurs, er nokkur munur á flóru og gróðri syðst og nyrzt á Norðaustur-Grænlandi. Einnig er nokkur ntunur á flórunni og gróðrinum úti við strönd- ina, þar sem úrkoma er dálítil og sumarhitinn er lágur, og inni í hinum þurru og sumarhlýju fjarðarbotnum. Á láglendi inni í fjörðunum vaxa t. d. allmargar tegundir háplantna, sem kalla má lágarktískar, eða suðrænar á þessum slóðum, þ. e. aðalút- breiðslusvæði þeirar liggur sunnar á Grænlandi, og þessir fundar- staðir þeina eru þeir nyrztu á austanverðu Grænlandi að minnsta kosti. Aftur á móti ná sumar hinna allra harðgerðustu, háarktísku plöntutegunda, sem vaxa aðallega enn norðar á Grænlandi, lengst suður á bóginn meðfram ströndinni, en finnast ekki á sömu breidd- argráðum í innfjörðum, nema þá sums staðar liátt uppi í fjöllum, þar sem þær geta verið snar þáttur í gróðrinum, en snælínan ligg- ur miklu liærra yfir sjávarmáli inni í fjörðunum og gróðurinn nær þar hærra upp í hlíðarnar en úti við ströndina. Meginþorri allra háplöntutegunda á Norðaustur-Grænlandi vex þó jöfnum hönd- um inni í fjörðunum og úti við ströndina. Eitt atriði hefir allmikil áhrif á útbreiðslu plantna á Norð- austur-Grænlandi: Eins og áður er getið, eru þar til jarðlög frá flestum öldum og tímabilum jarðsögunnar, en bergtegundirnar, sem mynda þessi jarðlög, eru harla mismunandi að gerð og efna- samsetningu, sumar súrar, aðrar basiskar, og eins er því farið um jarðveginn, sem myndast úr þeim. Sumar plöntutegundir þrífast bezt og vaxa helzt í basiskum og kalkauðugum jarðvegi, aðrar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.