Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 38
138 NÁTT Ú R U F RÆí) INGURINN grasafræðingnum Otto Friederich Miiller að gera lista yfir þær plöntur, sem hann liafði safnað og séð vaxa á íslandi. í þessum lista er Equisetum sylvaticum L. fyrst talin vaxa liér á landi, en vaxtarstaðar ekki getið nánar (O. F. Miiller, 1770, tilgreint eftir Johs. Gröntved, 1942), og á seinni árum, að minnsta kosti, hafa ekki verið til nein íslenzk eintök af þessari tegund úr safni Königs. Aftan við Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, sem kom út í Sor0 1772, er prentaður listi yfir íslenzkar plöntur eftir danska grasafræðinginn Johan Zoega. Sá listi er eingöngu byggður á söfn- um og handritum Königs og lista Mullers, og Equisetum sylvaticum L. þar sögð vaxa á Islandi, án þess getið sé nánar um vaxtarstað liennar, nákvæmlega eins og hjá Muller (J. Zoega, 1772). Eftir þess- um plöntulista Zoega er Equisetum sylvaticum L. svo af ýmsum mönnum talin vaxa hér á landi (Chr. Grönlund, 1874), án þess þó, að nokkur þeirra sæi hana hér sjálfur. Nærri hundrað árum eltir íslandsferð Kcinigs, eða árið 1862, var Bretinn Sabine Baring-Gould á ferð hér á landi. Hann safnaði ein- liverju af plöntum liér, þó hann væri ekki grasafræðingur, en mest af því safni týndist (C. C. Babington, 1871). Aftan við bók, sem hann skrifaði um þessa ferð sína, er prentaður listi yfir íslenzkar plöntur, að nokkru byggður á hans eigin söfnum og athugunum, en að mestu leyti á eldri plöntulistum. í þessum lista er Equisetum sylvaticum L. sögð vaxa í kjarri nálægt Laugarvatni (Barring-Gould, 1863), en engin eintök eru til þaðan og tegundin hefir ekki fund- ízt þar síðan. Nokkrir seinni höfundar geta hennar þó frá þeim stað e>g bera Barring-Gould fyrir því (C. C. Babington, 1871; Chr. Grön- lund, 1874). Þegar Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson kemur út árið 1901 eru því engin íslenzk eintök af þessari tegund til í söfnum og þess vegna er hennar ekki getið þar. Árið 1924, þegar önnur útgáfa Flóru Islands kemur út, er allt við það sama. Árið 1925, þann 25. júlí, finnur svo Ingimar Óskarsson Equisetum jylvaticum L. vestur við ísafjarðardjúp, þar sem hún óx innan um birkikjarr við Galtarhrygg í Heydal í Mjóafirði (Ingimar Ósk- arsson, 1927). Ingimar nefndi hana fyrst skógarelftingu á íslenzku, en síðan skógelftingu og hefir liún haldið því nafni. Og þó að miklar líkur séu fyrir því, að König og Baring-Gould hafi í raun og veru fundið skógelftingu hér á landi, þá verður það aldrei sann-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.