Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 105 2. mynd. Lyngi vaxin Iilíð við Úlfsvatn á Ellueyju. Innan um lyngið er tölu- vert a£ mosum og fléttum. II. Þegar talað er um Norðaustur-Grænland, er venjulega átt við' svæðið milli 70° og 78° n. br. Þessi landshluti skiftist landfræði- lega í nokkur svæði, en hér verður aðallega tveimur þeim syðstu lýst lauslega, nefnilega því landi, sem þessi leiðangur okkar fór um,. og sú lýsing að miklu leyti sniðin eftir grein eftir Lauge Koch í bókinni Arctic Riviera eftir F.rnst Hofer, sem kom út í Berne 1957. Syðst þessara svæða er Scoresbysundssvæðið, þ. e. hinn mikli flói Scoresbysund ásamt öllum innfjörðum úr honum, eyjunum í hon- um og ströndinni beggja vegna. Þar fyrir norðan tekur við svæði,. sem oftast er kallað Ellueyjar-svæðið. Þar er annar gríðarstór flói, sem ekki ber neitt sérstakt nafn, og eru í honum þrjár stórar eyj- ar, Trailleyja, Ýmiseyja og Landfræðifélagseyja, ásamt nokkrum smærri eyjum og er Ellu-eyja stærst þessara smærri eyja. Syðst og nyrst í þessum stóra flóa, þ. e. milli lands og eyja, eru gríðarstór-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.