Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129 Sörensen, Thorvald, 1945. Summary of the Botanical Investigations in N.E. Greenland. Meddeielser om Grönland, Bd. 144, Nr. 3. Köbenhavn. — and Seidenfaden, Gunnar 1937. Tlie Vascular Plants of Northeast Green- land from 74°30’ to 79°00' N. Lat. and a Summary of All Species Found in East Greenland. Meddelelser om Grönland, Bd. 101, Nr. 4. Köbenhavn. Ljósmyndirnar í greininni tók Eyþór Einarsson. Björn Sigurbjörnsson: íslenzki melurinn Nafngiftir. Þegar íarið er um sanda og sendinn jarðveg, meðfram ströndum og jafnvel inni á hálendisöræfum, verður oft fyrir augum gróf- gert gras með löngum, breiðum blöðum og hárri axstöng með gildu axi. Þá vekur stundum furðu, hvernig hrjóstrugir sandar geta alið jafngTÓskumikinn vöxt. Á flestum stöðum einkennist þessi gróður af ávölum hólum með berum sandi á milli, en á öðrum stöðum, eins og t. d. í Háfstorfu í Þykkvabæ, getur að líta sam- fellt, slétt gróðurlendi af grasi þessu; svo þéttvöxnu og gróskumiklu, að fljótt á litið minnir það mest á vel gerðan rúg- eða hveitiakur. Þetta gras er melurinn, góðkunnur um land allt, þótt í sumum sveitum nefnist hann öðrum nöfnum, svo sem blaðka og stöng, en þá er oftast átt við þessa hluta jurtarinnar. Melurinn er víða sleginn til fóðurs og eftirsóttur til beitar, þótt til hvorugs sé hann vel fallinn. í Vestur-Skaftafellssýslu var melur- inn hagnýttur sem kornfóður aflt fram til 1910. Á sínum tíma þótti mikil búbót að eiga gott melpláss, enda var slíkum hlunnindum jafnað á við að eiga nokkrar góðar kýr. Mjög greinargóða lýsingu er að finna í tveim ritgerðum Sæmundar M. Hólm, sem birtust 1781 og 1782, á mörgu því, sem einkennir melpláss, melskurð og nýtingu tinans, sem er skaftfellska nafnið á frækjarnanum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.