Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 11
NÁTTÚ RU FRÆÐ I NGURINN
103
Árið 1891 birtir Stefán grein „Urn hina kynslegu æxlun blóm-
plantna“ og er þá greinilega byrjaður að endurskoða rækilega fræði-
orðakerfi grasafræðinnar, sem hafði verið í hinum mesta ólestri,
fræðiorð yfir mörg hugtök ekki verið til á íslenzku og önnur illa
þýdd úr öðrum málum, aðallega dönsku. Að vísu leggur hann sum
þessara orða niður síðar og tekur upp önnur betri, en engu að
síður var hér um miklar úrbætur að ræða.
Stefán hafði um langt skeið verið með það á prjónunum að skrifa
íslenzka flóru, en vildi ekki kasta til þess höndunum, þó þörfin á
slíkri bók væri orðin brýn, ekki einn einasti ritlingur kontið út um
íslenzka grasafræði, er teljandi væri, í nálega þrjá aldarfjórðunga,
eins og hann orðar það sjálfur. Hann vildi afla sér sem víðtækastrar
þekkingar á flóru landsins áður, og auk þess þurfti fræðiorðakerfið
enn endurbóta við og mesti ruglingur var á notkun pliintunafna.
Þegar leið að aldamótunum, fannst honum þó hann ekki geta beðið
lengur, ekki sízt þar sem nú voru komnir fleiri íslenzkir grasafræð-
ingar til starfa, jtar sem voru þeir Helgi Jónsson og Ólafur Davíðs-
son, og Helgi hafði einmitt rannsakað og skrifað um þá landshluta,
sem Stefán hafði ekki enn komizt yfir að athuga. Á fyrsta ári 20.
aldarinnar, árið 1901, kemur svo „Flóra íslands“ út og er Jrað tákn-
rænt, Jrví hún var sannarlega upphaf nýrrar aldar í íslenzkum grasa-
fræðirannsóknum. Flóru var tekið opnum örmum og hælt á hvert
reipi, enda var hún sannkallað Jtrekvirki. Hún var fyrsta frum-
samda, íslenzka flóran byggð á sjálfstæðum rannsóknum höfundar,
en Jrað er ekkert áhlaupaverk að semja slíka bók og eflaust fáir,
sem gera sér fulla grein fyrir Jreiiri vinnu, sem hún hefur kostað.
í henni var nákvæmlega lýst öllum þeim tegundum blómplantna,
sem með vissu höfðu fundizt villtar hér á landi Jrá. Þar var engin
planta talin íslenzk, ef nokkur vafi lék á að hún væri það, hver
tegund vegin og metin af stakri samvizkusemi og gagnrýni, áður
en ákvörðun var tekin. Þetta er einn af höfuðkostum bókarinnar
senr vísindarits, en eldri greinar og rit um íslenzkar plöntur voru
full af tegundum, sem hinir og Jæssir töldu vaxa hér og höfðu Jrað
hver eftir öðrum, Jiótt enginn gæti fært sönnur á Jrað. Við hverja
tegund var einnig greint frá blómgunartíma og útbreiðslu hér á
landi og eru þær upplýsingar ólíkt áreiðanlegri en í eldri ritum.
Auk Jress eru í Flóru ágætir ákvörðunarlyklar og greinargóður inn-
gangur um nafngreiningu, söfnun, fergingu og geymslu plantna.