Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 28
120 NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN lifandi eftirlegukind frá þeim tíma, er ísland var þakið þeim skóg- um, sem kallast arktó-tertíerir eða tertíert-mesófýtiskir (sjá Löve, 1963); hann er þá með öðrum orðum sú jurt, sem lengst hefur lifað á íslandi. Þess ber þó að geta, að enn er ekki hægt að þver- taka fyrir, að þessi mosi hafi ekki getað borizt til íslands á ísöld, þegar samband hefur ef til vill verið við Austur-Grænland, en það er önnur saga og lengri og enn að mestu á getgátum reist. Islenzkar jurtir eru aðallega austrænar eða norrænar, og hinn tertíeri vestræni gróður var sýnilega leystur af hólmi af jurtum austan að og norðan, þegar loftslag tók að kólna og jökultíminn nálgaðist. En síðar bættust nokkrar vestrænar svalviðrisjurtir í hóp- inn að nýju. Við vitum ekki, hvenær þetta varð eða hvernig, þótt við höldum það hafa gerzt á jökultímanum sjálfum eða rétt áður, þegar landbrú eða eyjabrú hefur sennilega tengt ísland við önnur lönd einhverja stund, en sumar tegundirnar hefur ef til vill rekið með sjávarstraumum að vestan síðar. Vestrænum jurtum hefur verið veitt minni athygli en skyldi á íslandi, þangað til upp á síð- kastið, svo að sennilega eigum við eftir að finna fleiri tegundir og deiltegundir en við vitum um sem stendur (sjá Löve & Löve, 1956). Mér telst til, að æðri jurtir íslenzkar af vestrænum uppruna muni vera ellefu eða tólf, sumir telja þær færri, en sennilega eru þær fleiri. Sumar þeirra eru jurtir, sem vaxa beggja vegna hafsins, en ameríska deiltegundin ein er fundin á íslandi; en aðrar eru teg- undir, sem hvergi vaxa í Evrópu utan íslands, nema ef til vill í Færeyjum. í rauninni tilheyra þær allar sama flokki jurta og Norð- menn kalla „vesturarktískar", en það eru tegundir, sem eru algeng- ar vestan megin hafsins, en afar sjaldgæfar norðarlega á Norður- löndum, en ekki sunnar í Evrópu (sjá Steindórsson, 1962, 1963; Einarsson, 1963). Þótt ef til vill mætti segja, að það sé engu líkara en að allar þessar jurtir hafi lagt af stað samtímis austur yfir hafið, en farið mishratt, svo að fæstar komust alla leið til Noregs, en aðrar dagaði uppi í Færeyjum, á íslandi eða á Grænlandi, er málið ef- laust mun flóknara en svo. Hinar vestrænu jurtir á íslandi hafa ellaust flutzt hingað á ýmsa vegu og á ýmsum tímum. Ef getgátan um aldur sverðmosans er rétt, hefur hann kannski vaxið á íslandi í 50—60 milljónir ára, en sumar hinna amerísku strandjurta hafa sennilega borizt til landsins eftir að jökultímanum lauk. íslenzk jurtalandafræði er enn lítt skrifað blað, ef til vill höfum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.