Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 40
132
NÁTTÚ RUFR/KÐ INGURINN
ar í hinum skipulögðu tilraunum (talla II), sýna, að lengd blaða
er einnig háð því, hvaðan plönturnar eru upprunnar; Þykkvabæj-
arplöntur hafa lengst blöð, plöntur úr Meðallandi og frá Gunnars-
holti hafa styttri blöð, en eru nokkuð jafnar innbyrðis. Hér er
einnig erliðara að bera saman Reynishverfi og Hólsfjöll, en plönt-
ur þaðan hafa þó mun styttri blöð en plöntur úr Þykkvabæ.
Það er athyglisvert, að plöntur úr Þykkvabæ lrafa breiðari Irlöð
og lengri en plöntur ættaðar af Mývatnsöræfum og Hólsfjöllum í
þeim mælingum, sem gerðar hafa verið í þrjú ár í tilrauninni, sem
er staðsett á þessum slóðum nyrðra.
Þyngd fræja er einnig mun meiri hjá plöntum iir Þykkvabæ held-
ur en frá nokkru öðru svæði, hvort sem mælt var í óábornum
svæðum in situ eða í skipulögðum, ábornum tilraunum að Gunn-
arsholti.
Þeir eiginleikar, sem hér hefur verið rætt um, eru allir þannig,
að þeir snerta vöxt plöntunnar, og því mætti ætla, að umhverfið
hefði meiri áhrif á þá heldur en aðra eiginleika, svo sem lit, hár-
vöxt o. s. frv.
Því verður að álykta, að þeir plöntuhópar, sem rannsakaðir voru,
hafi þróazt á mismunandi vegu, hver í sínu umhverfi. Auk þess
má draga þá ályktun, að sá munur á eiginleikum, sem virðist vera
háður uppruna plantnanna og helzt í hinum ýmsu skipulögðu til-
raunum móðurplantna og afkvæma, sé hluti af erfðaeðli þeirra
(genotypu). Þess vegna verður að skoða plönturnar, a. m. k. á sum-
um svæðanna, sem sérstakar ecotypur (staðbrigði), eins og þeim
hefur verið lýst af Turesson (1922), Clausen, Keck og Hiesey (1939),
Stebbins (1950) og ýmsum öðrum.
Ecotypurnar í íslenzka melnum eru ekki arfhreinar, því að ráun-
hæfur munur fannst oft á einstökum eiginleikum milli plantna og
afkvæmahópa innan svæða (Sigurbjörnsson, 1960 a). Er þar um að
ræða sérstakar biotypur (lífbrigði), sem, samkvæmt skilgreiningu
Clausen o. fl. (1939), eru staðbundin tilljrigði innan tegundar, sem
öll vaxa í sama umhverfi. Hins vegar þarf ecotypa ekki nauðsyn-
lega að vera arfhrein með tilliti til allra einstaklinga, heldur þekk-
ist hún á fjölda þeirra plantna, sem bera hin sérstöku einkenni
hennar.
Tilraun var gerð til þess að þekkja ecotypuna frá Þykkvabæ á
hinum breiðu og löngu blöðum og háu og stinnu stöngum. Reynd-