Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 43
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
135
uð fyrir sauðfjárbeit. Hinn mikla vöxt melgrass í Þykkvabæ taldi
ég upprunalega vera að þakka belgjurtartegund, baunagrasi (Lat-
hyrus maritimus), sem þar vex með melnum, og góðum aðstæðum
að öðru leyti. En yfirburðir plantna frá Þykkvabæ héldust í öllum
tilraunum, þótt hvergi yxi þar belgjurtartegundin.
Tilraunin á Mývatnsöræfum var beinlínis gerð í þeim tilgangi
að kanna, hvort plöntur, sem þróazt hefðu í aldaraðir við skilyrði
á þessum slóðum, myndu ekki sýna yfirburði yfir plöntur, sem þró-
azt liefðu við önnur, mildari skilyrði. Sú varð þó ekki raunin á,
heldur báru plönturnar frá Þykkvabæ einnig af undir þessum kring-
umstæðum. í þá tilraun var sáð 20 plöntum frá hverju svæði. Það
er athyglisvert, að eftir fyrsta árið höfðu dáið út 4 plöntur frá
Þykkvabæ, 5 frá Gunnarsholti, 9 frá Meðallandi, 14 frá Reynis-
hverfi og 10 plöntur af þeim, sent voru ættaðar úr nágrenni til-
raunarinnar þar nyrðra. (Plönturnar, sem dóu, voru endurnýjaðar).
Því verður að álykta, að með tilliti til lauslegs mats á umhverfi
og aðstæðum á hverju svæði, þá hafi þróun yfirburða plantna, hvað
snertir þá eiginleika, sem liér um ræðir og nokkra aðra (Sigur-
björnsson, 1960 a), orðið mest á þeim svæðum, þar sem umhverfið
var mildast og hagstæðast, en þróun þessara eiginleika hafi orðið
minnst, jrar sem skilyrði voru lökust. Þetta getur stafað af því, að
við erfiðar aðstæður fái þau gen, sem gefa þessa yfirburðaeigin-
leika, aldrei að njóta sín, og þróun plantna við þær aðstæður verði
því án þessara gena.
Vel má þó vera, að plöntur, sem þróazt hafa við erfiðar aðstæð-
ur, liafi betri eiginleika til að þrífast við erfið skilyrði; vitneskjan
um betri hæfni plantna frá Þykkvabæ og Gunnarsholti heldur en
plantna frá Mývatnsöræfum til að komast á legg í tilrauninni á
Mývatnsöræfum er ekki nægileg til að sanna hið gagnstæða.
Niðurstöður þessara rannsókna sýna, að það er vel hugsanlegt að
kynbæta melgras með því að velja yiirburðaplöntur og æxla þeim
saman. Þangað til það verður gert, virðist eðlilegt, að fræi til sán-
ingar í þágu sandgræðslu sé safnað í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu,
eins og reyndar var gert eitt haust fyrir mörgum árum. Vitneskja
um yfirburði plantna frá því svæði hefur nú legið fyrir síðan 1960,
en þó er öllu melfræi sunnanlands enn safnað í Meðallandi.