Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 46
NÁTTÚ RU F RÆ Ð1N G U R1N N
138
He Igi Ha l Igrirnsso n:
Eldsveppir
(íslenzkir belgsveppir II)
Hver kannast ekki við kerlingareldinn, þennan einkennilega físi-
belg, sem spúir reyk, e£ komið er við hann? Það er ekki að undra,
þótt menn settu reykinn í samband við eld, sem þó varla var af
betra taginu, eins og nöfnin kerlingareldur og skollaeldur benda
til. Ekki var kerlingareldurinn þó alltaf með þessu laginu, hann
gat líka verið reyklaus og hvítur í gegn, ekki ósvipaður osti, enda
kallaður merarostur. Loks gat hann verið fullur af gulbrúnu, gor-
kenndu efni, og þannig má hugsa sér, að nafnið gorkúla hafi orðið
til, enda þótt það sé nú notað um lleiri sveppi. Þannig hafði Iivert
þroskastig sveppsins sitt sérstaka nafn, og er það raunar ekki óal-
gengt um plöntur. Raunar eru nöfnin enn fleiri, en flest þó að-
eins afbrigði eða samsetningar af þeim, sem hér hafa verið nefnd.
Þrátt fyrir þennan nafnagrúa, kemst maður í vanda, er velja
skal nafn á tegundina í heild. Hef ég tekið þann kostinn að nota
nat'nið kerlingareldur sem tegundarheiti, vegna þess, að það er al-
kunnast og lýsir sveppnum á skemmtilegan hátt. Ættkvíslina1) Bo-
vista leyfi ég mér að kalla eldsvepp til samræmis við það.
Eldsveppaættkvíslin, Bovista, telst til ættar físisveppanna, Lyco-
perdaceae, sem aftur teljast til belgsveppanna, Gasteromycetes.
Allir físisveppir eru mjög svipaðir að gerð, enda oft kallaðir einu
nafni gorkúlur. Belghýðið, eða byrðan, er gert úr tveimur samgrón-
um lögum, út- og innbyrðu. Útbyrðan er oft þakin ýmiss konar
flúri, mélkornum, göddum eða görðum, sem allt eru mikilsverð
aðgreiningareinkenni. Oft breytist útbyrðan, er sveppurinn þrosk-
ast og hverfur jafnvel alveg. Að innan er sveppurinn fylltur af
svokallaðri gleypu, eða gyrju (gleba). Er hún, eins og áður er sagt,
1) Rétt þótti til samnemis við aðrar greinar heftisins að nota þetta orð,
ættkvisl, enda þótt höfundur þessarar greinar, Helgi Hallgrímsson, noti orðið
kyn um þetta hugtak. — Ritstj.