Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 57
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
149
Dahlstedt skírir tegund þessa vísindaheitinu Hieracium eleganti-
jorme og telur hana til deildarinnar Prenanthoidea og undirdeild-
arinnar Alpestria og það með réttu. Að vísu er Alpestria nú af
sumum talin sem aðaldeild, en það breytir í engu stöðu umræddrar
legundar. Dahlstedt lét fífilinn heita í höfuðið á norskri tegund:
H. elegans Lbg. Og til þess að styðja réttmæti á nafngift hinnar
íslénzku tegundar, lætur hann fylgja frumlýsingunni svohljóðandi
skýringu: „Diese Sippe (þ. e. glæsifífillinn) ist ohne Zweifel mit
dem H. elegans Lbg. aus dem nördlichen Norwegen sehr nalie ver-
wandt, unterscheidet sich aber von demselben durch breitere und
kúrzere Blátter mit breiterem, mehr umfassendem Grunde, breit-
ere Húllschuppen und schwáchere Haarbekleidung an den Kopf-
stielen, besonders aber an den Húllen“ (sjá Dahlstedt, 1904).
Á s.l. 30 árum hafa ýmsir jurtasafnendur verið mér hjálplegir
við söfnun undafífla víðs vegar um landið, og kann ég þeim beztu
þakkir fyrir ágæta aðstoð. Við athugun á söfnum þessum, bæði
mínum og annarra, hefur komið í Ijós, að glæsifífillinn vex í rík-
um mæli á Vestfjörðum, og auk þess lítið eitt í þrem öðrum lands-
hlutum.
Tegundin er mjög breytigjörn og virðist í heild sinni vera sam-
sett af sjálfstæðum einingum eða smátegundum, en aðskilnaður
einstaklinganna er hvergi svo glöggur, eða einkennin svo varanleg,
að ég hafi séð mér fært að framkvæma fullkomna tegundaskipt-
ingu. Breytingarnar eru óvenju alhliða hjá tegund þessari, og
veldur það meiri örðugleikum en ella. Það lengsta, sem ég hef þor-
að að fara í skiptingu tegundarinnar, er að draga í'rarn nokkur
afbrigði (varietas), þar sem írávikið er mest frá frumlýsingu.
Að glæsifífillinn hefur vakið athygli nrína sérstakega á rót sína
að rekja aðallega til tveggja ástæðna:
1. Að tegundin er nær einvörðungu bundin við norðvesturhluta
landsins, og virðist vaxa þar hvarvetna, þar sem skilyi'ði eru
fyrir hendi.
2. Að tegundin er eini fífilinn af glæsifífilsdeilcl (Alpestria), sem
er ráðandi á Vestfjörðum. (Sjá síðar).
í því, sem hér fer á eftir, verður lýst aðaltegund og afbrigðum
glæsifífilsins og skýrt frá fundarstöðum hans. Einnig verður getið
um skyldleika hans við aðrar tegundir, bæði hérlendis og erlendis,
og reynt að geta sér til um uppruna hans.