Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 70
162
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
legt með afbrigðilegum eintökum af glæsifífli og ættu því með
réttu að teljast til þeirrar tegundar, eða í hæsta lagi afbrigði af
henni. Þorgeirsfjörður er heldur ekkert ósennilegur vaxtarstaður
fyrir glæsifífil, því að gróðri þar og í Fljótum svipar mjög saman.
Eintakið af kirtlafíflinum frá Ingjaldshóli veit ég ekki hvar er nið-
ur komið og get því ekkert um það dæmt.
Af Trostansfíflinum eru einnig til 2 eintök í Grasasafni Hafnar-
háskóla, ásamt einu afbrigðilegu eintaki frá Hólmavík. í frumlýs-
ingunni stendur, að fífillinn hafi dökkan stíl (sjá Omang, 1938),
en að minnsta kosti hefur annað eintakið úr Trostansfirði gulan
stíl. Biða og körfuleggir eru með þéttstæðum kirtilhárum og eru
mörg kirtilhárin áberandi gultyppt. Útlit biðunnar er því afar líkt
og á því afbrigði glæsifífilsins, er ég hef nefnt var. c.hrysadenium.
Stöngulblöð Trostansfífilsins minna einnig mikið á það afbrigði.
Álít ég því réttmætt, að telja Trostansfífilinn ekki lengur sérstaka
tegund, heldur afbrigði af glæsifífli, tilheyrandi var. chrysadenhim.
Hvað þriðju tegundina snertir, Ólafsfjarðarfífilinn, þá hef ég enn
ekki fundið neina nægilega glögga tengiliði milli hans og glæsi-
fífilsins, og verður hann því um sinn að teljast sjálfstæð tegund.
En ég tel sennilegt, að slíkir tengiliðir eigi eftir að koma fram á
N., því að áreiðanlega eiga þessar 2 tegundir sameiginlegan upp-
runa, enda skammt á milli vaxtarstaða.
Að lokum er svo lágkollsfífillinn. Frumlýsing þessarar tegundar
er gerð eftir 3 eintökum frá Hesteyri, NV. (sjá Omang, 1938); 2
eintökin eru geymd í Grasasafni Hafnarháskóla, og er aðeins ann-
að þeirra í blóma. Þriðja eintakið er í Grasasafni Oslóarháskóla,
það eintak er dálítið frábrugðið hinum tveimur og er vafalaust
aðeins afbrigðilegur glæsifífill. Á síðast liðnum áratug hefur miklu
verið safnað af lágkollsfífli í Súgandafirði jafnhliða glæsifífli. Báðar
tegundirnar þaðan eru mjög afbrigðaauðugar, og það svo, að oft
er ómögulegt að segja með vissu til hvorrar tegundarinnar beri að
telja umrædd eintök. Það er ekki um það að villast, að hér vex
tengiliður þessara tveggja tegunda. Hið sama á sér stað á Hesteyri.
Má ætla, að á þessum 2 nefndu vaxtarstöðum hafi glæsifífillinn
einhvern tíma í fyrndinni gert hliðarhopp og tekið á sig grófari
mynd. Áh't ég því rétt vera, að telja lágkollsfífilinn til afbrigðis af
glæsifífli með vísindaheitinu: H. elegantiforme Dahlst. var. tapeino-
cephalum Om.