Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 79
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
171
breiður af sandfaxi (Bromus inermis). Ég kom í hólmann 26. ágúst
1963 og var þá sandfaxið 80—130 cm á hæð, en annars á ýmsu
þroskastigi, sumt orðið hálfvisið, en á öðru hengu gullgulir frjó-
hnapparnir út úr öxunum. íkornabygg eða silkibygg (Hordeum
jubatum) vex einnig í hólmanum hið þroskalegasta og gljáði á stóra
axskúfana. Talsvert er þarna af þessari einkennilegu tegund og
virðist hún lifa góðu lífi og breiðast út. Sennilega hefur sandfax-
inu og bygginu verið sáð í hólmann (eða borizt þangað) fyrir ára-
tug eða meir. Þar var og sáð til hvannar og er hún hin þroskaleg-
asta. Krossfífill, gulbrá og húsapuntur hafa og slæðzt út í hólmann.
íkornabyggið hefur fundizt hér og hvar síðustu áratugi, t. d. í
Reykjavík og Hafnarfirði, á Akureyri, Ósi í Hörgárdal, Hofgörð-
um á Snæfellsnesi, Sámsstöðum í Fljótshlíð, Merki á Jökuldal og
á Seyðisfirði, en hefur víðast dáið út aftur og verið óstöðugur slæð-
ingur. Á stöku stað er það ræktað í görðum til skrauts og lifir
venjulega í mörg ár.
Sandfax hefur einnig lifað mislengi. Byrjað var að rækta það í
Gróðrarstöðinni á Akureyri árið 1904. En það breiddist ekki telj-
andi út. í Gunnarsholti á Rangárvöllum var því sáð í sandana
eftir stríðið og lifir það og breiðist út, ef það er ræktað eitt sér
og' fær nægan áburð, ella hættir því til að deyja út.
Við Atvinnudeildina í Reykjavík hefur sandfaxið lifað síðan
um 1940, að það barst þangað, sennilega með setuliðinu, sem
hafði bragga á lóðinni. Stór sandfaxbreiða hefur líka vaxið í Sörla-
skjóli í Reykjavík síðan á hernámsárunum, en þá stóðu þarna her-
búðir. í byrjun september 1963 voru mörg eintök um 1 m á hæð
og hið hæsta 160 cm. Sandfax vex og víðar um borgina á sömu
slóðum og húsapuntur. Ná græður beggja tegunda sums staðar
saman.
Á Akranesi eru nokkrir smáblettir algrónir gróskumiklu sand-
faxi, t. d. í grennd sementsverksmiðjunnar og einnig í sjávarbökk-
um, þar sem sorpi hefur verið fleygt, og hefur auðsjáanlega vaxið
þar lengi. Húsapuntur vex á sömu slóðum.
Breiða af sandfaxi hefur lifað meira en áratug í hlaðvarpanum
á Miklagarði í Eyjafirði. Smátoppar af því uxu sumarið 1963 í
Glerárþorpi og við Glerá á Akureyri. Er sandfaxið eða fóðurfaxið,
eins og það mun hafa verið kallað nyrðra, sennilega að ílendast.
Það breiðist t. d. út á söndunum við Vík í Mýrdal og í skógræktar-