Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 82

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 82
174 N Á T T Ú RIJ F R Æ ÐIN c; U R1 N N hverfinu í Tungudal við Skutulsfjörð. Allt mun þetta landnám þess nýlegt. í Neskaupstað óx engjamunablóm utan garða sumarið 1950. Ljósa-tvítönn (Lamium album). í Flóru íslands, 3. útg., stendur: „Fundin víða á S.V., S. og N. Slæðingur, sem sennilega er að ílend- ast (í Svartárdal, N.).“ — Á áðurnefndri skoðunarferð sá ég ljósu- tvítönn utan garða á 26 stöðum í Skagafirði og 21 stað í Húna- vatnssýslu eða alls á 47 stöðum — og hafði hún augljóslega vaxið þar lengi sums staðar og myndaði stórar breiður. Hún er allvíða ræktuð til skrauts og hefur a. m. k. aðallega dreifzt út frá görðum, þrifizt prýðilega — og breiðzt út — í hlaðvörpum og út á tún, við vegi og garða og fjárhús og í bæjargiljum. Utbreiðslan er orðin all- mikil. (Skrá yfir fundarstaðina er birt í Náttúrufræðingnum 1961, „Gróðurrannsóknir 1960, II. Skagafjörður og Húnavatnssýsla", bls. 42). Á Fagrabæ við Eyjafjörð og á Akureyri hefur ljósa-tvítönn lengi vaxið utan garða. Sömuleiðis í Reykjavík. Þá skal getið frægs slæðings, sem kalla má að numið hafi lönd og breiðzt út með ævintýralegum hraða, en það er gulbráin eða túnbráin (Matricaria matricarioides). Hún líkist baldursbrá, en körfurnar eru minni og kúptari og algular. Norðmenn kalla hana túnbrá, og er það heppilegra nafn en gulbrá, vegna þess að til er steinbrjótstegundin gullbrá, og er þessu oft ruglað saman. I mögr- um jarðvegi er gulbráin aðeins 10—15 cm á hæð, en í frjórri mold oft 25—40 cm, eða jafnvel enn hærri. Það mun hafa verið um 1895, að Bjarni heitinn Sæmundsson tók eftir nokkrum gulbrám í Þingholtunum — og um svipað leyti við dómkirkjuna í Reykjavík. Og árið 1902 fundu þeir Bjarni Sæ- mundsson, Helgi Jónsson og Stefán Stefánsson (Stefán Stefánsson, 1919) mjög mikið af gulbrá í Reykjavík, þar sem afsíðis svæði voru „algróin af henni og stanglingur um fáfarnar götur og torg“. Virðist þetta benda til þess, að hún hafi verið komin til Reykja- víkur nokkru fyrr en Bjarni varð hennar var. Árið 1928 finnur Ingimar Óskarsson gulbrána í matjurtagarði á Oddeyri, og 1932 finnur Áskell Löve nokkur eintök norður við hinn nýreista Horn- bjargsvita. Á Stokkseyri og í Gaulverjabæ sá Steindór Steindórsson mikið af gulbrám um 1930 — og árið 1935 á Möðruvöllum í Hörg- árdal, Svalbarðseyri og í Bjarnarnesi við Hornafjörð. Árið 1940 sá ég gulbrána í Neskaupstað, Bakkagerði og við Borg í Njarðvík
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.