Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 96
188
N ÁTT Ú R U F R/EÐINGURINN
hann því að mestu verið friðaður í sautján ár. Afrétturinn hefur
nú verið opnaður að nýju og má gera ráð fyrir, að sauðfé á honum
fjölgi mjög ört á næstu árum, þegar það hefur verið vanið á af-
réttargöngu. I Landmanna- og Holtahreppi eru nú um 11.000 fjár
á vetrarfóðrum og gefst liér því gott tækifæri til þess að fvlgjast
með því, hvaða áhrif vaxandi beitarþungi hefur á gróðurfar.
Ritgerð þessari er öðru fremur ætlað að kynna fyrir lesendum
eðii þeirra gróðurrannsókna, sem nú er unnið að á afréttum lands-
ins.
NIÐURSTÖÐUR ERLENDRA RANNSÓKNA
Á ÁHRIFUM BEITAR Á GRÓÐUR.
Gróðurlendi, sem lengi hefur þróazt án óeðlilegra truflana af
völdum gróður- og jarðvegseyðandi afla, til dæmis óhóflegrar beit-
ar, er í jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði, fyrst og fremst lofts-
lag, jarðvegsástand og legu. Þetta jafnvægi er nefnt „climatic
climax", sem nefna mætti jafnvægisástand gróðurs. Gróðurlendið
samanstendur þá af þeim tegundum plantna, sem bezt þola, og
jafnframt gefa rnesta uppskeru við ríkjandi skilyrði (Leopold, A. C.,
1949). Við notkun gróðurlenda þarf að stefna að því, að ekki sé
gengið nær gróðrinum en svo, að þetta jafnvægi haldist.
Hófleg beit er ekki skaðleg gróðri — þvert á móti hefur verið
sýnt fram á, að slík beit getur stuðlað að auknum vexti plantna
(Nelson, 1934; Canfield, 1948; Hutchings og Stewart, 1953). Mikil
sina minnkar ljósmagn og vaxtarrými og dregur úr jarðvegshita og
þar með vexti plantnanna. Gætir þessara áhrifa að öðru jöfnu meira
eftir því sem rotnun lífrænna ef’na gengur hægar, þ. e. a. s. við kalt
loftslag. Hér á landi eru mörg dæmi um þetta, og ennfremur, að
áralöng friðun gróins lands leiði til þess, að mosi verði ríkjandi og
dragi úr uppskeru nýtilegs gróðurs (Þorsteinsson, 1961).
Beitarþol plantna fer mjög eftir lífmyndun og tegundum (Dau-
benmire, 1959). Einærar plöntur hverfa fljótlega úr gróðurlend-
unum, ef þær eru bitnar svo mikið, að verulega dregur úr fræmynd-
un. Af fjölærum jurtum þola grös og hálfgrös beit betur en tvíkím-
blöðungar, vegna þess að vaxtarbroddur (growing point) þeirra er
neðst í hverjum strálið og skaðast því síður. Ennfremur skaðast
grös og hálfgrös síður af troðningi. Hófleg beit eykur jafnvel vöxt