Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 97
NÁTTÚRUFRÆÐ I N GU RI N N
189
þeirra, eins og áður er getið. Beit hefur skaðleg áhrif á lágvaxinn
trjágróður, ekki hvað sízt vegna þess að forðanæring hans safnast
fyrir í árssprotum, en ekki aðeins í rótum eins og hjá jurtum.
Það sem talizt getur hófleg beit fyrir eina hfmynd eða tegund
plantna getur því, samkvæmt þessu, verið óhófleg beit fyrir aðra.
í stuttu máli má segja, að áhrif beitar á ákveðna plöntu séu fyrst
og fremst háð eftirfarandi (Hedrick, 1956): a) Hve oft plantan er
bitin, b) hve mikið er fjarlægt af plöntunni við hverja beit, c)
livenær á vaxtarskeiðinu plantan er bitin.
Því oftar sem plantan er bitin og Jrví meira sem fjarlægt er
hverju sinni, Jdví skaðlegri er beitin. Skaðlegasti beitartíminn er
talinn vera á haustin, þegar minnst söfnun forðanæringar á sér
stað, þ. e. a. s. minnstur efnaflutningur frá blöðum og stönglum
til róta. Vetrarbeit og jafnvel vorbeit er því talin hættuminni en
síðsumarsbeit.
Ofbeit dregur út vexti og þrótti allrar plöntunnar, bæði ofan
jarðar og neðan. Rótarstærð og rótardýpt minnkar og þar með dreg-
ur úr hæfni plöntunnar til að afla vatns og næringar úr jarðveg-
inum. Ofbeitin kemur að sjálfsögðu harðast niður á beztu beitar-
plöntunum og leiðir að lokum til Jress, að gróðurjafnvægið raskast;
beztu beitarplönturnar hverfa úr gróðurlendinu, en hinar lélegri
verða ríkjandi. Jafnframt verður gróðurþéttleikinn minni, en Jrað,
ásamt minni rótarstærð, gerir gróðurinn óhæfari til þess að spyrna
gegn gróður- og jarðvegseyðandi öflum. Loks má nefna, að vio
ofbeit minnkar frjósemi jarðvegs við það, að brottnám næringar-
efna er meira en það magn, sem jarðveginum er skilað aftur í
rotnandi jurtaleifum.
Þetta eru í mjög grófum dráttum mikilvægustu niðurstöður,
sem fengizt hafa um áhrif beitar á gróður.
AÐFERÐIR OG EFNI.
Eins og að framan greinir er tilgangur þessara rannsókna að
mæla áhrif beitar á gróðurlendi, sem liafa verið friðuð í lengri
tíma. Er Jrað gert með því að rannsaka ástand gróðursins að loknu
friðunartímabilinu og síðan með vissu millibili. Við slíkar rann-
sóknir er nauðsynlegt að beita kvantítatívum mælingaaðferðum,