Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 100
] 92
NÁTT Ú RU F RÆ ÐINGURINN
una er sérhver teinn færður niður og það, sein oddur teinsins hittir,
er skrásett, hvort sem um er að ræða plöntur eða ógróna jörð. Að-
ferðin byggist þannig raunverulega á því, að punktur sé minnsti
mælingareitur (sampling plot), sem hugsazt getur (Brown, 1954).
Vanalega er grindinni hallað um 45° við mælinguna. Standi hún
ióðrétt, verður hlutdeild breiðblaða plantna við mælinguna meiri
en hún raunverulega er, og sé hallinn meiri, verður hlutur mjó-
blaða plantna of mikill.
Engar ákveðnar reglur gilda um það, hvernig mælingastaðir eru
valdir, en vanalegt er að mæla eftir línum, sem lagðar eru þvert
yl’ir gróðurliverfin. Fjöldi mælingapunkta er frekar háður eðli
(homogenity) gróðurhverfisins en stærð, en sjaldan eru mældir færri
en 200—300 punktar á hverju gróðurhverfi. Til þess að fá með
allar tegundir, sem koma fyrir í gróðurliverfi, þarf hins vegar að
gera mun fleiri mælingar og raunar mun fleiri en tilgangur þessara
rannsókna krefst. En til fyllri upplýsinga eru þó skráðar allar þær
tegundir, sem koma fyrir í hinum mældu gróðurhverfum.
Aðferð þessi er mjög fljótleg og þess vegna er unnt að gera svo
margar mælingar, að rétt mynd fáist af gróðursamsetningu stærri
svæða, og hún er jafn nothæf í þéttum sem gisnum gróðri.
Línumælingar (Line intercept).
Þessi aðferð (Canfield, 1941) er fólgin í því, að á hverju gróður-
Jiverfi, sem mælt er, eru settar upp jrrjár 6 metra langar línur í
ákveðinni stefnu frá merkistaur. Hver lína er afmörkuð með
tveimur járnhælum, sem standa um 3 cm upp úr sverðinum. Við
mælingu er málband strengt milli hælanna og gróðurþakning
(basal intercept) í f crn hæð yfir sverðinum mæld á liverjum senti-
meter línunnar. Er þannig skráð staðsetning liverrar plöntu á lín-
unni, hve mikið svæði (lineært) hún þekur á hverjum stað og live
mikið svæði hver tegund þekur á allri lfnunni.
Þessi aðferð er hin nákvæmasta, sem til er til endurtekinna mæl-
inga á gróðri. Hælarnir, sem afmarka liverja línu, standa óhreyfðir
ár eftir ár og er því unnt að endurtaka mælingarnar á nákvæmlega
sömu stöðum eins oft og þurfa þykir, og hefur breytileiki í gróður-
fari innan gróðurhverfisins engin áhrif á niðurstöður. Með þessari
aðferð má því fylgjast með jafnvel mjög litlum gróðurbreytingum.
Aðferðin er liins vegar ónotliæf þar, sem gróður er mjög þéttur.