Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 125
N ÁTT 0 RU FRÆÐÍNGURINN
217
En ætla má þó, að þær séu örugg heimild um, að runnagróður
hafi vaxið áður fyrr í eynni, en hann er þar enginn nú. Ef gildu
lurkarnir eru úr rekavið, sýnir það einungis, að eyjan hefur fyrr
verið lægri yfir sjó en nú er. Enda er það viðurkennt, að við lok
Jökultíma hafi sjávarmál um skeið legið allt að 100 m hærra en
nú. Hefur þá verið alldjúpur sjór yfir allri Papey. En síðar, þegar
sjór lækkaði til muna, hefur rekaviður vitanlega getað safnazt fyrir
í vogum og víkum. Trúlegra þætti ntér þó, að giklu lurkarnir væru
frá hlýindaskeiði eftir Jökultíma. Ekkert verður um það sagt, hvort
runnagróður hefur verið í eynni, þegar byggð hófst þar, en ekki er
það ósennilegt. Annars er athyglisvert, hversu runnagróður ýmist
vantar eða er mjög vanþroska í þeim úteyjum íslands, sem kann-
aðar hafa verið gróðurfarslega, þ. e. Grímsey, Vestmannaeyjum og
Papey. í eyjum á fjörðum inni virðist hann og miklu minni en á
nærliggjandi strandlengjum. Til þessa hygg ég að einkum liggi
þrjár orsakir: sjávarloft og særok, beit og áhrif frá fuglum. Um
tvær hinar fyrstu verður naumast deilt. Meiri vafi gæti leikið á um
hlut fuglanna. Þó er það víst, að á eyjum þessum, einkum hinum
smærri, hlýtur lugladrits að gæta mjög, slík fuglamergð sem þar
er. En hinir algengustu smárunnar: krækilyng (Empetrum nigrum),
fjalldrapi (Betula nana), víðitegundirnar (Salix) og jafnvel rjúpna-
lauf (Dryas octopetala) virðast alls staðar firrast köfnunarefni í
jörð, eins og greinilega kemur í Ijós í námunda við ræktað land.
í mýrlendinu eru engin glögg mörk milli gróðurhverfa. Aðal-
tegund þeirra allra er liengistör (Carex rariflora). Klófífa (Erio-
phorum angustifolium) er stöðug tegund í gróðurhverfunum, en
mjög breytileg að magni. Þá verða gulstör (Carex Lyngbyei), mýra-
stör (C. nigra) og stinnastör (C. Bigelowii) drottnandi á einstöku
blettum, eftir því sem staðhættir leyfa. Sakir þess hve veðráttan er
saggasöm teygir mýrlendið sig upp á lága ása og hóla.
í þurrlendinu er aðallega um tvö gróðurform að ræða, sem þó
verða ekki fullkomlega aðgreind. Neðan til í brekkum eru vinglar
(Festuca) og h'ngresi, einkum týtulíngresi (Agroslis canina) drottn-
andi tegundir, en um olan verðar brekkurnar er þursaskegg (Ko-
bresia myosuroides) aðaltegundin. En svo mjög eru þessi gróður-
form fléttuð saman, að hér verður víðast hvar um að ræða sam-
bland af valllendi og þursaskeggsmó, en hvorugt með glöggum um-
merkjum. Nálægt bjargbrúnunum eru þó sums staðar hreinir vall-