Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 128

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 128
220 NÁTTÚRU FRÆÐIN G U RI N N Mýrlendi. (Tafla I A—B 1—5). Mýrlendi er víðáttumest allra gróðurlenda eyjarinnar. Það er yíirleitt slétt og grasgefið í meðallagi. Aðaltegund þess er hengistör (Carex rariflora). Tafla I A 1—4 sýnir fjórar athuganir, sem gerðar eru sín í hverjum stað. Auk hengistararinnar er klófífa (Eriopho- rum angustifolium) eina mýrartegundin, sem er staðföst í öllum athugunum, og jafnframt með verulegri tíðni. Hins vegar eru móa- plönturnar kornsúra (Polygonum viviparum) og brjóstagras (Tha- lictrum alpinum) einnig staðfastar tegundir og ná verulegri tíðni sums staðar. En þessar tvær tegundir ná bæði mikilli tíðni og stað- festi í allflestum gróðurhverfum eyjarinnar. í jiremur athugunum (Tafla I 1.2.4) nær gulstör (Carex Lyngbyei) verulegri tíðni, en þekja hennar nálgast hvergi hengistörina. Mest er gulstörin í ná- munda við tjarnir. Þess ber að geta, að í mýrasundum, sem í tún- inu eru, verða gulstör og hófsóley (Caltha palustris) drottnandi tegundir, en engin talning er til úr þeim gróðurblettum. Er j)að í samræmi við það, sem ég hef víðar séð, að gulstör verður drottn- andi í mýrarvikjum, ])ar sem ræktunar og áburðar gætir. í 1.2 nær mýrastör (C. nigra) mikilli tíðni, og í 1.3 er stinnastör (C. Bigelowii) drottnandi tegund við hlið hengistararinnar. Sú athugun er ekki gerð í eiginlegri mýri, heldur á lágri ásbungu, sem samkvæmt landslagi væri eðlilegast að væri þurrlendur. Samkvæmt rannsókn- um mínum á gróðri íslenzkra mýra, eru gróðurhverfi hengistarar yfirleitt ekki með sérstökum einkennum, öðrum en ])ví, að hengi- störin er þar drottnandi tegund. Klófífan er nær ætíð fastur fylgi- nautur hengistararinnar, og þar sem fífan verður drottnandi í svip gróðurhverfisins, bæði að þekju og jafnvel tíðni, hef ég kennt það gróðurhverfi við hana og kallað það klófífu-hengistarar-hverfi (Eriophorum angustifolium-Carex rariflora soc.). Er það gróður- hverfi einkum útbreitt á hálendi, en sjaldséð á láglendi. Heyrir það löngum til hinna blautustu svæða mýrlendisins, flóanum. í Papey er mýrlendið að rakastigi miklu nær því að vera mýri en flói. Má það vera orsök þess, að klófífunnar gætir minna, tel ég því réttmætt að kenna gróðurhverfið við hengistörina og kalla það hengistarar-klófífu-hverfi (Carex rariflora-Eriophorum angustifoli- um soc.). Verður það einnig samkvæmt því að teljast til gróður- hverfa mýrar, en ekki flóa. Athugun 1.3 svarar algerlega til ])ess mýrarhverfis Mið-hálendis-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.