Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 128
220
NÁTTÚRU FRÆÐIN G U RI N N
Mýrlendi. (Tafla I A—B 1—5).
Mýrlendi er víðáttumest allra gróðurlenda eyjarinnar. Það er
yíirleitt slétt og grasgefið í meðallagi. Aðaltegund þess er hengistör
(Carex rariflora). Tafla I A 1—4 sýnir fjórar athuganir, sem gerðar
eru sín í hverjum stað. Auk hengistararinnar er klófífa (Eriopho-
rum angustifolium) eina mýrartegundin, sem er staðföst í öllum
athugunum, og jafnframt með verulegri tíðni. Hins vegar eru móa-
plönturnar kornsúra (Polygonum viviparum) og brjóstagras (Tha-
lictrum alpinum) einnig staðfastar tegundir og ná verulegri tíðni
sums staðar. En þessar tvær tegundir ná bæði mikilli tíðni og stað-
festi í allflestum gróðurhverfum eyjarinnar. í jiremur athugunum
(Tafla I 1.2.4) nær gulstör (Carex Lyngbyei) verulegri tíðni, en
þekja hennar nálgast hvergi hengistörina. Mest er gulstörin í ná-
munda við tjarnir. Þess ber að geta, að í mýrasundum, sem í tún-
inu eru, verða gulstör og hófsóley (Caltha palustris) drottnandi
tegundir, en engin talning er til úr þeim gróðurblettum. Er j)að
í samræmi við það, sem ég hef víðar séð, að gulstör verður drottn-
andi í mýrarvikjum, ])ar sem ræktunar og áburðar gætir. í 1.2 nær
mýrastör (C. nigra) mikilli tíðni, og í 1.3 er stinnastör (C. Bigelowii)
drottnandi tegund við hlið hengistararinnar. Sú athugun er ekki
gerð í eiginlegri mýri, heldur á lágri ásbungu, sem samkvæmt
landslagi væri eðlilegast að væri þurrlendur. Samkvæmt rannsókn-
um mínum á gróðri íslenzkra mýra, eru gróðurhverfi hengistarar
yfirleitt ekki með sérstökum einkennum, öðrum en ])ví, að hengi-
störin er þar drottnandi tegund. Klófífan er nær ætíð fastur fylgi-
nautur hengistararinnar, og þar sem fífan verður drottnandi í svip
gróðurhverfisins, bæði að þekju og jafnvel tíðni, hef ég kennt það
gróðurhverfi við hana og kallað það klófífu-hengistarar-hverfi
(Eriophorum angustifolium-Carex rariflora soc.). Er það gróður-
hverfi einkum útbreitt á hálendi, en sjaldséð á láglendi. Heyrir
það löngum til hinna blautustu svæða mýrlendisins, flóanum. í
Papey er mýrlendið að rakastigi miklu nær því að vera mýri en
flói. Má það vera orsök þess, að klófífunnar gætir minna, tel ég
því réttmætt að kenna gróðurhverfið við hengistörina og kalla það
hengistarar-klófífu-hverfi (Carex rariflora-Eriophorum angustifoli-
um soc.). Verður það einnig samkvæmt því að teljast til gróður-
hverfa mýrar, en ekki flóa.
Athugun 1.3 svarar algerlega til ])ess mýrarhverfis Mið-hálendis-