Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 151
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
243
3. Graslautagróður (tafla VI).
Til graslautagróðursins telst grámosagróðurinn í hraununum.
Hann er á botni lautanna og milli þúfna, eða þar, sem snjór fýkur
saman á veturna. Einkennandi fyrir hann eru gxösin, einkum
bugðupuntur (Deschampsia flexuosa) og ilmreyr (Anthoxantum
odoratum). Þá má einnig nefna títulíngresi (Agrostis canina), stinnu-
stör (Carex Bigelowii) og túnvingul (Festuca rubra), og loks virðist
mýrfjóla (Viola palustris) halda til í þessum gróðri. Af mosum er
grámosinn aðaltegundin ásamt Drepanocladus uncinatus og oft
Polytrichum commune. Af skófum er hér oft hið ljósa, stórgerða
afbrigði fjallagrasa (Cetraria islandica v. platyna).
Sýrustigið (pH) var milli 4,6 og 6,2 og var að meðaltali 5,6, en
það er talsvert hærra en við var að búast. Innihald jarðvegsins af
lífrænum efnum reyndist líka vera tiltölulega hátt, ca. 28% af þurr-
efninu að meðaltali.
Það má greina milli þriggja gróðurfélaga.
Tafla VI, 1—5, sýnir ilmreyrs-bugðupuntsgróðurfélag (Anthoxan-
tum odoratum-Deschampsia flexuosa-sociation) með grámosa og
Drepanocladus uncinatus sem aðalmosategundum. Þetta gróðurfé-
lag er oftast í botni lautanna (dæmi 2—4) og hefur á aðra hlið sér
bláberjalyngs-grámosagróður brekkunnar og á hina bugðupunts-
grámosagróður. Takmörkin milli þessara tveggja gróðurfélaga eru
allskörp. Þetta gróðurfélag var á stöku stað milli þúfna (1), en ekki
víða. Það er algengt allt upp í 500 m hæð, en ofan 400 m finnst
það við aðra staðhætti, eða yzt í snjódældunum (5).
Tafla VI, 6—10, sýnir bugðupunts-grámosagróðurfélag (De-
schampsia flexuosa-Rhacomitrium canescens-sociation), en það er
algengasti grámosagróðurinn í hraununum, milli þúfna og í lautum.
Hann hefur sömu útbreiðslu og ilmreyrs-bugðupunts-gróðurfélagið.
Þegar kemur út á berari flatir jarðfallanna, kemst gamburmos-
inn að, og það myndast bugðupunts-grá-gamburmosagróðurfélag
(Deschampsia flexuosa-Rhacomitrium canescens-lanuginosum-socia-
t.ion), tafla VI, 11—13. Um leið koma skófirnar, fjallagrös og hrein-
dýramosi (Cladonia mitis). Útbreiðslan er sú sama og tveggja fram-
annefndra gróðurfélaga.
Loks sýnir tafla VI, 14, grasríkan gamburmosa-stinnustarargróð-
ur frá Sandgíg. Hann nálgast það að vera þemba, en er ríkari af
skófum og myndar ekki svörð.