Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 6
Náttúrufræðingurinn um eftir síðustu mælingu þess. Þetta var 11. sept. 1994 (1.-3. mynd). Not- uð voru fullkomin GPS-staðsetning- artæki í eigu Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. Nákvæmni mælingar- innar er upp á sentimetra. Hæðin reyndist vera 1487,96 m yfir sjávar- máli. Með sanngjarnri nálgun má því segja að hátindur Heklu hafi verið 1488 m y.s. í september 1994. Hekla gaus síðast árið 2000 og kynni að hafa hækkað lítillega þá, en raunar má gera ráð fyrir að fjall- ið hækki og lækki á víxl um fáeina metra milli gosa af völdum inn- rænna og útrænna afla. Á síðustu áratugum hefur hæð Heklu líklega verið 1490 ± 10 m. Fyrri mælingar Eggert og Bjarni reyndu að meta hæð Heklu í ferðinni frægu árið 1750 þegar þeir gengu fyrstir manna á fjallið.1 Þeir höfðu engin mælitæki en áætluðu hæðina með samanburði við fjöll sem höfðu ver- ið mæld. Þeir giskuðu á að Hekla risi um 3000 fet (915 m) yfir um- hverfið. Næsta athugun og fyrsta raunverulega mælingin var gerð 22 árum síðar, í leiðangri Englendings- ins Joseph Banks 1772.2 í millitíðinni varð stórgosið 1766-68 og við það hefur fjallið vafalítið hækkað. Þá var notuð kvikasilfursloftvog. Mæl- ingin gaf rúmlega 5000 fet og mun þar átt við ensk fet yfir sjó (1524 m). Sveinn Pálsson, læknir og náttúru- fræðingur, fékk mjög svipaða hæð í ferð sinni á fjallið 1793.3 Á 19. öld var hæð Heklu marg- sinnis mæld, oftast með loftvog (sjá töflu). Slík mæling með loftvog er aldrei mjög nákvæm; 50 m til eða frá myndi teljast ágætt í einfaldri mæl- ingu á svo háu fjalli sem Hekla er. Meðaltal þeirra fimm loftvogarmæl- inga sem vitað er um frá 18. og 19. öld er rúmir 1500 m. Fyrsta horna- mæling á hæð Heklu sem vitað er um var gerð í sambandi við strand- mælingarnar síðari, sem stundaðar voru að tilhlutan danskra stjórn- valda á fyrstu áratugum 19. aldar. Mælingin gaf 1557 m yfir sjó.4 Tölu- verð skekkja virðist vera í mæling- unni enda vart við öðru að búast. Grunnlínurnar voru allar með ströndum fram og miðanir hafa ver- ið mjög langar. Björn Gunnlaugsson mældi Heklu tvisvar sinnum, fyrst 1834 og svo aftur 1846, til að athuga hvort hæðin hefði breyst við gosið 1845. Mælingarnar gáfu báðar sömu hæð, 1490 m y.s.5 Nákvæmni Björns við landmælingar var við brugðið svo skekkjan í tölum hans ætti ekki að vera mikil. Sjálfur taldi hann hana vera ± 20 m. Landmælinga- menn danska herforingjaráðsins fengu lægri tölu er þeir mældu Heklu sumarið 1907. Þeir töldu hana 1447 m og var sú hæð sýnd á kortum þeirra fram til 1947. Þá gaus Hekla og öllum bar saman um að hún hefði hækkað við eldsumbrotin. Steinþór Sigurðsson miðaði út hæð toppgígsins með þríhyrningamæl- ingu þann 22. júlí 1947, meðan enn var gos í fjallinu, og fékk hæðina 2. mynd. Karl Pálsson og Sigurjón Jónsson stiUa upp GPS-mælitækjum á toppgíg Heklu og undirbúa hæðarmælingu. - Karl Pálsson and Sigurjón Jónsson prepare the GPS device on the top crater of Hekla. Ljósm./Photo: ÁH. 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.