Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn
2. mynd. Kraninn sem notaður var til að setja niður og draga upp lagnir með kræklinga-
biírum. Á myndinni er Halldór P. Halldórsson. - The crane used to put down/pull up the
mussel cage-equipment. Ljósm./Photo: Jóhanna B. Weisshappel.
til að setja niður og draga lagnir
með kræklingabúrum upp úr sjó (2.
mynd).
Að lokinni ræktun kræklinganna í
búrum fóru fram ýmsar mælingar á
þeim. Mælingar á vexti og holdafari
voru í umsjón Guðmundar V.
Helgasonar, Rannsóknastöðinni í
Sandgerði, og mælingar á efnum og
efnasamböndum í umsjón Guðjóns
Atla Auðunssonar, Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins.11
Hér verður lögð áhersla á umfjöll-
un um aðferðafræðina við undir-
búning búra og ræktun kræklinga í
þeim. Þó verður einnig stutt um-
fjöllun um helstu niðurstöður efna-
mælinga í mjúkvef kræklinga.
Markmið rannsóknanna var að
rækta kræklinga í búrum á grunn-
sævi meðfram strandlengju Grund-
artanga í Hvalfirði til þess að meta
hvort, og þá í hve miklum mæli,
þeir taka upp helstu mengunarefni
og efnasambönd sem borist geta frá
iðjuverunum á Grundartanga og
hugsanlegri rafskautaverksmiðju.
Mikil áhersla var lögð á að útbúa
lagnir með búrum og rækta kræk-
linga í þeim með þeim hætti að
skapa sem bestar aðstæður fyrir
dýrin. Þannig var hægt að tryggja
að upptaka þeirra á efnum og efna-
samböndum endurspeglaði sem
best raunverulegt mengunarástand
sjávar eða að minnsta kosti þann
hluta sem aðgengilegur er lífverum
á borð við krækling.
Aðferðir
Lagnir með búrum
Alls voru útbúnar átta lagnir með
sex búrum hver (3. mynd). Búrin
sem voru ílangir tvískiptir netpokar
voru höfð á 1 og 5 m dýpi, miðað
við stórstraumsfjöru, og voru þrjú
búr á hvoru dýpi. Mikið var lagt
upp úr því að möskvastærðin væri
hæfileg (38 mm) svo að sjór ætti
greiðan aðgang í gegnum búrin
þrátt fyrir að lífverur settust utan á
þau.
Ræktun kræklinga í búrum
I byrjun júní var öllum lögnunum
komið fyrir á viðmiðunarstað austan
við Katanes. Kræklingar voru fengn-
ir úr kræklingaræktun innarlega í
Hvalfirði og þeim komið fyrir í búr-
unum. A hvoru dýpi í hverri lögn
3. mynd. Lögn með kræklingabúrum. - The mussel cage equipment.
104
Á