Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn Fiskar Met var sett í stangveiði á lax og urriða í íslenskum ám. Þar sem stangveiðin hefur verið með líku sniði í langan tíma má ætla að veiðin endurspegli raunverulega fjöl- gun fiska. Laxveiði á stöng var um 55 þúsund fiskar og var það um 20% aukning frá fyrra ári en um 57% yfir meðalveiði árartna 1974-2004. Stangaveiði á urriða var um 45 þúsund fiskar og jókst um 15% frá fyrra ári. Ýmsar vísbendingar úr lífríki sjávar bentu til að lítið væri um sandsíli við landið. Margar tegrmdir sjófugla áttu erfitt uppdráttar og eins bentu athuganir á fæðu þorsks og hrefnu til að skortur væri á þessari mikilvægu fæðu í vistkerfi hafsins. Athuganir á sandsílum sumarið 2006 sýndu svo enn fremur að víða var mjög lítið af eins árs síli sem benti til nýliðunarbrests sumarið 2005. Sandsíli eru mikilvæg fæða í vistkerfi hafsins við ísland. Ljósm. Gísli A. Víkingsson. Fuglar Rjúpum fjölgaði verulega annað árið í röð og sýndu talningar að vorlagi á völdum svæðum að meðaltali 78% aukningu frá árinu 2004. Fjölgunina þessi tvö ár má að líkindum að mestu rekja til minni affalla fullorðinna fugla en í áratugi þar á undan. Ýmsir sjófuglar, svo sem langvía, rita, álka, fýll og lundi, áthi víða erfitt uppdráttar og virðist mega rekja ástæðuna til ætisskorts. Varp misfórst og á mörgum svæðum var lítið um ungfugl í lok sumars. Flestar ritu- byggðir voru til að mynda eingöngu svipur hjá sjón. Einnig villtust áberandi færri lundapysjur inn í Vest- mannaeyjabæ í lok sumars og þær voru mun léttari en í venjulegu ári. Svo virðist sem skortur hafi verið á sandsíli á hefðbundnum slóðum surtnan- og vestan- lands. Uti fyrir Norðurlandi er hugsanlegt að orsökin liggi í breyttu göngumynstri loðnunnar. Fjallkjói (Stercorarius longi- caudus) kom upp unga í fyrsta sinn svo vitað sé hér á landi. Um miðjan ágúst sást hl ung- fugls í fylgd með tveimur fullorðnum á Mývatnsheiði. Fyrr um sumarið hafði sést til fjallkjóa á sama svæði. Fjallkjói fer hér um vor og haust á leið til og frá varpsvæðum á Norð- Ljallkjóiá flugi. Ljósm. austur-Grænlandi. Fjallkjóa- >óhann ÓU HUmarsson. hreiður fannst á svipuðum slóðum árið 2003 en engir ungar komust þá á legg. Mikill fjöldi flækingsfugla barst til landsins um miðjan október. Af þeim geshim má merkastan telja þishlfinku (Carduelis carduelis) sem sást í fyrsta sinn á Islandi, við Brunnhól á Mýrum 17. október. Þistilfinkan er algengur spörfugl á Bretlandseyjum, í Mið- og Suður- Evrópu, Norður-Afríku og austur um Asíu. Þann 13. nóvember sást þorraþröstur (Turdus ruficollis atrogularis) í fyrsta sinn á íslandi, við Leiru á Reykjanesi. Þrösturinn var langt frá heimkynnum sínum því hann er útbreiddur í stórum hluta Asíu en telst flækingur í Evrópu. Arnarvarp gekk fremur illa og eingöngu 23 af 65 pörum náðu að koma upp ungum. Kuldatíð á viðkvæmum tíma í apríl og maí má senniiega um kenna en prátt fyrir þetta komust fleiri ungar á legg í lok sumars en nokkru sinni frá pvífarið var að fylgjast með arnarvarpi árið 1959. Stafaði pað af óvenjuháu hlutfalli tvíbura í arnarhreiðrum. Ljósm. Kristinn Haukur Skarphéðinsson. 128 A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.