Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn Elstu leifar arnarbeykis hafa fundist í setlögum í Þórishlíðarfjalli í Selárdal í Arnarfirði og í Botni í Súgandafirði, en lög þessi eru um 15 milljón ára gömul. Yngri leifar hafa síðan fundist í setlögum í Dufansdal í Fossfirði inn úr Arnar- firði og í fjallinu Töflu ofan Ketils- eyrar í Dýrafirði, en lögin eru talin um 13,5 milljón ára gömul. Þetta eru að mestu blaðleifar, blöð og blaðför, en að auki eru nokkur ald- in og fræ. Mest hefur fundist af lauf- blöðum í Þórishlíðarfjalli (7-9. mynd) og í Töflu (10. mynd) en ald- in eru algengust í setlögunum í Botni (9. mynd). Til er mikill fjöldi eintaka í safni Náttúrufræðistofn- unar Islands frá Selárdal, Botni og Töflu. Að auki eru allmörg eintök í Náttúrufræðisafni Svía (Naturhi- storiska Riksmuseet í Stokkhólmi). Eftirfarandi lýsing á laufblöðum, aldinum og fræjum er byggð á þess- um eintökum. Steingervingunum var flestum safnað á síðustu öld af Jóhannesi Áskelssyni, Finnboga Jónsssyni, Helga Guðmundssyni, Samúel Jónsssyni, Sveini Jakobs- syni, Birgi Kjaran, Sigurði S. Jóns- syni, Axel Kaaber, Michael A. Akh- metiev, Leifi A. Símonarsyni og samstarfsmönnum hans, og á síð- ustu 5 árum af Thomas Denk og Friðgeiri Grímssyni. Lýsing Laufblöðin eru einstrengja og með 5 til 12 mm langan stilk (6. mynd). Blaðkan er 55 til 233 mm löng, 24 til 121 mm breið, oftast samhverf. Blöðin eru flest mjó- til breiðlensulaga, en sjaldan egg- laga, öfugegglaga eða aflöng. Hlutfallið lengd á móti breidd er 1,36 til 2,83. Blað- oddurinn er odddreginn eða hvass og blaðbotninn ávalur til oddmjór, en sjaldan hjartalaga. Aðalstrengjakerfi blaðanna er einstrengja (pinnate) með einn aðalstreng eða miðstreng. Hann er beinn, oftast með sikksakk stefnu í efri fjórðungi blaðsins. Alls rísa 15-21 par af hliðarstrengjum undir 72-30° horni út frá miðstrengnum og er bilið á milli þeirra 4-15 mm. Oftast eru 6 til 8 pör af 86 hliðarstrengjum á hverja 5 cm mið- strengs, en fæstir verða þeir 4 og flestir 13. I smávöxnum blöðum liggja hliðar- strengirnir mun þéttar en í stórvöxnum blöðum. Þeir ná alla leið út í blaðrönd- ina og enda þar £ tannoddi og því er um tannlægt (craspedodromous) æðakerfi að ræða (6. mynd). Blaðröndin er tennt með tennur meðfram allri blaðröndinni. Þær eru hvassar og er botnlægur (neðri) hluti þeirra lengri en sá oddlægi (frem- ri). Blaðröndin á milli tanna er bein eða s-laga. Einfaldir eða klofnir þverstreng- ir rísa flestir hornrétt út frá hliðar- strengjunum. Þverstrengirnir eru 3 til 8 á hvern sentimetra af hliðarstreng í stór- um blöðum (lengri en 150 mm) og 6 til 16 í minni blöðum (50 til 100 mm löng). Hornstrengir eru allþykkir í saman- burði við þverstrengina og rísa hornrétt út frá þeim. Hornstrengir og smástreng- ir mynda vel afmarkaða og reglulega blaðreiti sem eru fjögurra- til sexhliða. Aldinin eru með stilk sem er allt að 21 mm langur og 2-3 mm breiður (6. mynd). Neðri (fjarlægari) hluti stilksins er eilítið útþaninn, en tengihluti aldins- ins er stuttur. Aldinin eru 18-26 mm löng og 10,5-16,8 mm breið og hlutföll lengdar og breiddar eru 1,25-1,86. Þau eru mjóegglaga, egglaga til breiðegg- laga, þó er aldinbotninn breiðávalur eða eilítið skarpávalur. Fleiri en 20 krókar eru á hverri loku. Krókarnir eru breið- astir við botn og mjókka fram í hvassan odd. Þeir stefna að oddlægum (efri) hluta lokunnar eða eru afturbeygðir. Krókamir eru í reglulegum röðum á botnlægum (neðri) hluta lokunnar. Fræin eru 12-17 mm löng og 6-10 mm breið. Hlutfall lengdar og breiddar er 1,5-2,3. Fræin eru breiðust neðan miðju og eru því mjóegglaga (vængir ekki með) og þríhliða. Fræoddurinn er hvass og mjókkar fram í griffil (6. mynd). Fræin hafa greinilega vængi sem liggja meðfram efstu tveim þriðj- ungum fræsins. Aðeins má sjá einn eða tvo vængi á hverju eintaki, líklega vegna samþjöppunar fræjanna í setlög- unum. Arnarbeyki OG AÐRAR TEGUNDIR Ekki er því að leyna að laufblöð af þeirri gerð sem hér eru talin til arn- arbeykis (Fagus friedrichii) eru tölu- vert margbreytileg. Þannig lýsti Jó- hannes Áskelsson2-3 þremur mis- munandi gerðum af beykiblöðum úr Þórishlíðarfjalli og taldi þau til tegundanna Fagus antipofii Heer, Fagus deucalionis Unger og Fagus cf. ferruginea Aiton. (járnbeyki). M.A. Akhmetiev og samstarfsmenn hans5 nefndu beykiblöð úr sömu setlög- um Fagus cf. grandifolia Ehrhart. foss. (ameríkubeyki) og Fagus cí.fer- ruginea Aiton. foss. Þá lýstu Leifur A. Símonarson og samstarfsmenn hans7-8 sambærilegum beykiblöðum úr Töflu og töldu til Fagus sp. eða járnbeykis (Fagus ferruginea Aiton). Beykitegundin Fagus deucalionis Unger er formtegund þar sem teg- undalýsingin var upphaflega byggð á aldinum og fræjum frá síðólígósen til ármíósen í Mið-Evrópu og því ætti ekki að nota þetta tegundaheiti yfir laufblöð.22'23 Fagus grandifolia Ehrhart (samheiti fyrir Fagus ferrug- inea Aiton) eða ameríkubeyki er núlifandi tegund og því er ekki við hæfi að nota tegundarheitið um út- dauða formtegund þar sem grein- ingin er eingöngu byggð á lýsingu laufblaða.24 Blöðum þessum hefur einnig verið lýst sem Fagus antipofii Heer, en það virðist ljóst að stein- gerðu blöðin frá Þórishlíðarfjalli og Töflu eru greinilega frábrugðin Fagus antipofii Heer (2. tafla). Lýsing tegundarinnar Fagus antipofii er byggð á steingerðum eintökum úr síðólígósen setlögum frá Kazakhst- han25 26 og er náskyld, ef ekki sam- bærileg við útdauðar evrópskar teg- undir sem hafa verið taldar til Fagus castaneifolia Unger, Fagus pristina Saporta og Fagus saxonica Kvacek & Walther27. Þessar útdauðu tegundir eru frábrugðnar arnarbeyki (Fagus friedrichii) í blaðformi þar sem þau eru flest öll aflöng-egglaga til odd- baugótt eða öfugegglaga, blöðin eru minni og lengra bil er á milli hliðar- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.